Læknir í blíðu og stríðu

pallPáll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi hefur á langri ævi komið víða við og kynnst mörgu og misjöfnu.  Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum.  Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu.  Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar.

Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.  Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson.

Leiðeinandi verð: 5.880-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is