Sá á skjöld hvítan

jon_forsidaJón Böðvarsson er löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja í lifanda lífi. Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hafa hitt þjóðina beint í hjartastað. Enn þreyja menn nú þorrann og góuna við lestur okkar fornu sagna, – Njáll, Grettir og Gissur tala til okkar af endurnýjuðum þrótti og í Sturlungu finnum við samsvörun við átök nútímans. Jón Böðvarsson hefur haldið ótrúlega mörg og fjölmenn fornritanámskeið og farið með þátttakendur í ferðir á fjarlægar slóðir víkinga. Á þeim vettvangi hefur hann unnið frumkvöðlastarf. En Jón er fjarri því allur þar sem hann er séður, í honum búa margir menn, í þessari bók segir og frá skákmanninum, íþróttamanninum, stjórnmálamanninum, kennaranum, skólameistaranum og leiðsögumanninum Jóni Böðvarssyni. Ótal sögur segir hann, sumar græskulausar, aðrar með broddi í. Frá fjölskylduhögum Jóns og vinaböndum greinir einnig.

Jón Böðvarsson er sagnamaður af bestu gerð. Þann eiginleika Jóns nýtir Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur í viðtalsbók þessari. Þau leggja saman og útkoman er lifandi frásögn af lífi og starfi íslenskufræðingsins Jóns Böðvarssonar. Hispurslaus lýsing óvenjulegs manns.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is