Alli Rúts – siglfirski braskarinn, skemmtikrafturinn og prakkarinn

Útgáfuár: 2017

Alli Rúts

Saga Alla Rúts er óvenjuleg.  Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér í og úr vandræðum eins og honum væri borgað fyrir það.  Kannski var það líka reyndin, hver veit.

Voveiflegir atburðir verða Fljótum. Stórtækur sprúttsali útvegar mönnum guðaveigar eftir að hafa fengið sér af þeim áður. Landsþekktur danskennari fær að kenna á hrekkjum frænda síns. Jeppi er pikkfastur í Meyjarhafti. Tunnuverksmiðjan brennur. Rangur brandari er sagður á réttum stað. Bílar og hestar eru seldir og gengur stundum á ýmsu. Bankastjóri þiggur mútur. Laumast er í gervi læknis inn á gjörgæsludeildina. Þjófóttur Rúmeni heimsækir landið. Hauskúpa veldur uppþoti í tollinum. Forsætisráðherrann segir ósatt. Gjaldþrot verður og ekki bara eitt. Túristar eru vaktir með brunabjöllu og svona mætti lengi telja.

Hér er skyggnst inn í heim sem fáir þekkja til; heim Alla Rúts sem fékk ódrepandi sjálfstraust og dugnað í vöggugjöf og lætur ekkert buga sig. Hann kemur við á mörgum sviðum mannlífsins, tekur stundum dýfur, en lendir þó alltaf standandi.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur

Magni – Æviminningar Magna Kristjánssonar skipstjóra frá Neskaupstað

Útgáfuár: 2017

MAGNI-kapa, jpegMagni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum. Þar má nefna:

-síldarævintýri í Mjóafirði
-áflog um borð í síðutogara
-ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan
-torkennilegan kapal á grunnslóðinni
-æsileg átök í Þorskastríðinu
-uppreisn á loðnuflotanum
-þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum
-örnefni á hafsbotni
-eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu
-sögulegar hreindýraveiðar
-sviptingar í pólitík og margt fleira.

Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum í heimabyggð sinni og svo mætti lengi telja. Þá tóku Norðmenn feil á honum og sjónvarpshetju sinni, sjálfum Fleksnes, og var hann ekkert að leiðrétta þá.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Sjávarútvegur

Anna – Eins og ég er

Útgáfuár: 2017

Anna 2017Frá blautu barnsbeini vissi Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur að hún hefði fæðst í röngum líkama. Hún ólst upp í Höfðaborginni en varði stórum hluta æskunnar á barnaheimilum. Ung að árum ákvað hún að berjast gegn erfiðum tilfinningum sínum og gerast sjómaður en sjómennskan var nánast herskylda í fjölskyldu hennar. Hún stóð við það; fór á sjóinn, settist síðar í Vélskólann, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Anna lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að berjast fyrir tilveru sinni sem kona. Saga hennar er ekki einungis forvitnileg, heldur einnig mikilvæg heimild um viðburðaríka tíma og ævi.

Leiðbeinandi verð: 7.280-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Reykjavík

Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Útgáfuár: 2016

vilji-er-allt-sem-tharf

Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi. Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita.

Hér segir meðal annars frá:

  • giftingu í sandkassa,
  • sögulegri heimsókn „lyktandi“ guðfræðinema til Færeyja,
  • ýmsum atburðum í lögreglunni,
  • jarðarför Gústa guðsmanns sem sjálfur hóf upp raustina í eigin kveðjustund,
  • sáttafundum hjóna í ræstikompu,
  • fyrstu klukknahringingunni í Grafarvogskirkju – sem ekki var af mannavöldum,
  • óvæntri diskóljósamessu.

VILJI ER ALLT SEM ÞARF er bæði bráðskemmtileg og fróðleg bók; kitlar hláturtaugarnar og veitir lesandanum jafnframt innsýn í starf prestsins, sem er fjölbreyttara en margur heldur.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Grafarvogur, Reykjavík, Siglufjörður

Þetta var nú bara svona

Útgáfuár: 2015

Þetta var nú bara svona

Þetta var nú bara svona er ævisaga Jóns Magnússonar, skipstjóra og athafnamanns á Patreksfirði, skráð af Jóhanni Guðna Reynissyni. Þetta er baráttu saga manns sem var ekki hugað líf fljótlega eftir fæðingu, hætti að reykja 12 ára gamall og hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumnum.

Jón er landsþekktur skipstjóri og aflamaður en fyrstu árin voru þyrnum stráð þar sem fyrir kom til dæmis að móðir pilts, sem hann vildi fá með sér á sjóinn, mætti þessum unga skipstjóra í dyragættinni með hnífinn á lofti.

Þau hjónin, Jón og Lilja Jónsdóttir, hafa rekið Odda hf. og Vestra ehf. á Patreksfirði um árabil og aldrei selt eitt aukatekið kílógramm af kvóta frá útgerðum sínum. Starfseminni er fyrst og fremst ætlað að afla byggðarlaginu lífsbjargar og veita fólkinu þar eins trygga atvinnu og auðið er.

Viðtal við höfund bókarinnar er að finna hér (undir flipanum Jólabækur):  http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur

Sigurður dýralæknir 2

Útgáfuár: 2014

Sigurður 2.kapa

Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út
2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og
samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem
ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og
málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann
segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og
dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum
þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti.
Kveðskapur liggur honum létt á tungu sem fyrr.

Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út

2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann

segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti. Rétt er að geta þess að enn er hægt að fá fyrra bindið af ævisögu Sigurðar hjá Bókaútgáfunni Hólum.


Leiðbeinandi verð: 6.780-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur

Klénsmiðurinn á Kjörvogi

Útgáfuár: 2014

klénsmiðurinn.kapaÞorsteinn Þorleifsson (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði iðn sína alla tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku og búskap. Einnig var hann liðtækur við lækningar og tók á móti börnum.  Saga hans er því svo sannarlega forvitnileg.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Uppseld.

 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Klénsmiðurinn á Kjörvogi er ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1821-1882) sem
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur

Von-saga Amal Tamimi

Útgáfuár: 2013

amal_forsida

Amal Tamimi er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu. Hún var 7 ára þegar stríðið skall á, 13 ára var hún fangelsuð af Ísraelsmönnum vegna grjótkasts, 16 ára var hún gift. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eiginmanns síns og fór með börnin sín fimm til Íslands. Flóttinn var ævintýralegur og Amal hræddist um líf sitt. Nafn Amal merkir von. Von Amal hefur ávallt verið að komið sé fram við hana og alla aðra eins og manneskjur. Af virðingu og væntumþykju.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur

Allt upp á borðið

Útgáfuár: 2013

Allt upp á borðið -kápa

Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku rifjar hér upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli.  Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur

Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur

Útgáfuár: 2013

Helena_bókarkápa_ruslSöngkonan vinsæla, Helena Eyjólfsdóttir, segir hér frá lífi sínu í gleði og sorg; lífinu í Reykjavík á uppvaxtarárunum, föðurmissi, dvöl á Silungapolli, fjölskyldulíifinu og glímu eiginmanns hennar, Finns Eydal, við lyfjafíkn og síðar krabbamein og nýrnabilun. En rauði þráðurinn er dægurlagasöngurinn þar sem Helena var hvað þekktust fyrir söng í Hljómsveit Ingimars Eydal. Sautján ára gamalli var henni boðið að syngja í Bandaríkjunum, Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. En hún kaus að hafna frægð og fram í útlöndum og skemmta Íslendingum. Það hefur hún nú gert í um sextíu ár.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is