Nýjasta útgáfa Hóla



Jólasveinarnir í Esjunni

Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér ekki eftir því.  Þetta stórskemmtilega ævintýri gerist að stórum hluta í heimkynnum jólasveinanna – sjálfri Esjunni. Þar fáum við að kynnast þeim nánar og auðvitað Grýlu og Leppalúða sem eru kannski ekki eins og flestir halda.

Bókin byggir að stórum hluta á ævintýri, sem varð til í huga Lárusar Hauks Jónssonar – Lalla – fyrir mörgum árum. Guðjón Ingi Eiríksson færði það síðan í letur og bætti við hér og þar. Útkomann úr samstarfi þeirra félaga er þessi frábæra bók sem skartar teikningum hins snjalla listamanns, Haralds Péturssonar.

Hver af jólasveinunum skyldi annars hafa mikinn áhuga á fótbolta?

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2022

Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldal

Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sér „draug“. Kolbeinn Arason flýgur með lík. Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full. Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum. Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu. Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor. Reiðhestur úr Hrafnkelsdal stendur á haus inni við Kárahnjúka. Baldur Pálsson frá Aðalbóli segir frá eðlisfræðitilraunum og Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni.

Í þessari bók er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Leiðbeinandi verð: 6.580-.

Útgáfuár: 2022

Fótboltaspurningar 2022

Hvaða lið spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli?

Hvaða íslenska knattspyrnukona, sem er fædd árið 1985, á þennan knattspyrnuferil með félagsliðum: FH, KR, FH, Þróttur R,m Valur, 1. FC Saarbrücken, Kristianstads DFF og Selfoss?

Frá hvaða liði keypti Liverpool framherjann Darwin Nunez?

Hver var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Marcus Rashford lék fyrsta leik sinn fyrir félagið?

Hver var númer 4 í íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu 2022?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók, sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Útgáfuár: 2022

Stundum verða stökur til

Bragsnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi og samskipti við fólk í gleði og gáska kitla hláturtaugarnar svo um munar. Einnig er í bókinni dýpri kveðskapur. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Útgáfuár: 2022

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling er bráðskemmtilegt ævintýri og hentar vel fyrir 5-8 ára börn, hvort sem þau lesa sjálf eða lesið er fyrir þau. En hvaða hag hafði strákurinn af því að geta breytt sér í öll þessi dýr?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2022

Stafróf fuglanna

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er bókinni ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi. Glæsilegar fuglaljósmyndir prýða bókina og gera hana að sannkölluðu augnakonfekti.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2022

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

 

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.900-.

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.90

Útgáfuár: 2022

Spurningabókin 2022

Hvers vegna rignir aldrei tvo daga í röð? Hafa fiskar augnlok? Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn? Fyrir hvað stendur skammstöfunin KFC? Af hverju missa hákarlamömmur matarlystina skömmu áður en þær gjóta? Hvaða handboltamaður var kosinn Íþróttamaður ársins 2021?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.890-.

Útgáfuár: 2022

Fimmaurabrandarar 4

Hvaða fiska er erfiðast að koma auga á? Þokulúður. – Kunningi minn sér um að efnagreina þvagprufur á Landsspítalanum. Hann er svokallaður hlandkönnuður. – Sokkar eru alltaf á tilboðinu 2 fyrir 1. – Ég keypti mér snjódekk um daginn, en um leið og það kom hláka bráðnuðu þau bara.

Þetta er bara brot af snilldinni sem leynist í þessari gríðarskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980.-

Útgáfuár: 2022

Brandarar, gátur og þrautir 2

Þetta er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Því ættu allir að geta haft gagn og gaman af þessari smellnu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Útgáfuár: 2022
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is