Nýjasta útgáfa Hóla



Bland í poka

Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur verið afkastamikið ljóðskáld á undanförnum árum og nægir þar að nefna hinar vinsælu vísnagátubækur hans, þrjár að tölu. Hér kveður hins vegar við annan tón. Um er að ræða ljóð hans og lausavísur og er víða komið við. Íslenskt mál hefur ávallt verið honum hugleikið og bera bækur hans þess vitni. Bland í poka er þar ekki undanskilin.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Útgáfuár: 2022

Bjóluætt

Eftir margra ára vinnu í gegnum ótal Covid-bylgjur hefur nú loksins tekist að koma út þessu mikla verki, Bjóluætt.  Ættin er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1885), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893) .  Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Tilboðsverð: 16.900.

Útgáfuár: 2022

ÓGN – Ráðgátan um Dísar-Svan

ÓGN-fors (1)

Amma heldur því fram að álfar séu til og segir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Hvað ef álfheimar eru til og leynast jafnvel í klettunum fyrir ofan bæinn?

Svandís er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.

Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan, er æsispennandi ævintýrasaga sem höfðar til ungmenna á öllum aldri. Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og tengir höfundur, Hrund Hlöðversdóttir, saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.

Leiðbeinandi verð: 5.280-.

Útgáfuár: 2021

Ævintýraför Stubbs og Stubbalínu í Stafalandið (lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu)

kapa_stafirnir.indd

Í þessari bók dr. Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur, kennara og heyrnar- og talmeinafræðings, er kynnt lestrarkennsluaðferð sem leitast við að persónugera stafina og hljóðin og sveipa þannig innlögnina þeim ævintýrablæ sem höfðað gæti til barna. Stubbur og Stubbalína eru lítil kríli sem fundu stafabók, sem í þeirra augum var bara full af alls konar krassi og kroti sem þau skildu ekkert í. Þau fengu því þá snjöllu hugmynd að fara í Stafalandið þar sem allir stafirnir eiga heima og læra að þekkja þá og hljóðin þeirra svo þau gætu nú skilið hvað skrifað var í þessa ágætu stafabók þeirra. Í Stafalandinu hitta þau stafina einn af öðrum og fá að vita hvað þeir heita. Jafnframt fá þau að vita að hver stafur á sitt sérstaka hljóð sem oft líkist þeim hljóðum sem við sjálf gefum frá okkur undir ýmsum kringumstæðum. Þar má nefna hljóð eins og:

/ s / (S) sem við gefum frá okkur sem hvæshljóð þegar við erum reið.

/ eí / (EY, EI) sem í raun eru gleðihljóð og geta heyrst í skríkjum.

/ m / (M) sem við gefum frá okkur þegar okkur finnst eitthvað gott.

/ a / (A) sem við gefum frá okkur þegar við erum þreytt.

/ o / (O) sem við gefum frá okkur í óþolinmæðisköstum.

/aú / (Á), / oú / (Ó), / aí / (Æ) sem eru sársaukahljóðin.

Það er þekkt að við eigum auðveldara með að læra og festa í minni ef við getum fundið einhver tengsl milli þess sem við erum að læra og þess
sem við þegar þekkjum.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Útgáfuár: 2021

Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar – FUGLADAGBÓKIN 2022

fugladagbok_kapa.inddÞetta er tvímælalaust fallegasta dagbókin sem komið hefur út á Íslandi og þá með fullri virðingu fyrir öðrum, enda er hér um sannkallaða LISTAVERKA-DAGBÓK að ræða – prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af fuglum og margþættum fróðleik um 52 af þeim tegundum af rúmlega 400, sem talið er að hafi sést á Íslandi frá upphafi skráningar. Í bókinni er að finna eyðublað fyrir hverja viku ársins, þar sem m.a. er hægt að skrá niður hvaða fuglategundir sjáist þennan eða hinn daginn, hvernig viðrar og svo framvegis. Auðvitað má svo einnig nota bókina eins og hefðbundna dagbók þar sem fólk skráir eitt og annað hjá sér.

Leiðbeinandi verð: 7.380-.

Útgáfuár: 2021

Spæjarahundurinn

Spæjarahundurinn - lítilHvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.

Spæjarahundurinn hefur oft komsti í hann krappann, en þó aldrei eins og núna. Hann þarf að taka á öllu sínu – og jafnvel meiru til – ef ekki á illa að fara. En hvaðan kemur það?

Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi, prýtt mögnuðum teikningum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Útgáfuár: 2021

Fimmaurabrandarar 3

Fimmaurabrandarar 3 - lítilÞegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. * Ein af flugvélum Icelandair er svo gömul að hún er með útikamar. * Ef ég villist á leiðinni að Heilsuhælinu í Hveragerði er ég þá hælisleitandi. * Ég fékk mér bjór í gærkvöldi. Í morgun var hann búinn að naga alla girðinguna. * Hvort er útrunnið eitur hættulegra eða hættuminna? * Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman.

Í þessari bráðskemmtilegu bók er hvert gullkornið af öðru, en hún byggir á bröndurum af Facebook-síðu Fimmaurabrandara-fjelagsins sem nýtur mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Útgáfuár: 2021

Fótboltaspurningar 2021

kapa_fotboltaspurn_21.inddHver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.

Koma svo!

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Útgáfuár: 2021

Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Ekki var það illa meintMývetningurinn Hjálmar Freysteinsson (1943-2020), lengi heimilislæknir á Akureyri, var fyrst og fremst skáld hlátursins og gleðinnar. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki og draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart.

Í þessari bók eru 700 lausavísur eftir Hjálmar og um 40 kvæði. Auk þess nótur að tveimur lögum sem hafa verið samin við ljóð eftir hann.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2021
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is