Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945

Návígi.kápa

 

Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli.

Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott.

Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst.

Bókin er sjálfstætt framhald Dauðans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú.

Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru  ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði.

Brot úr bókinni má sjá hér að neðan.

[issuu width=530 height=350 embedBackground=%23940f0f shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=121106001941-1d1623641e9447a19a688b1d0bbaefb3 name=navigi-issuu username=magnusthor tag=arctic unit=px v=2]

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Bækur, Sagnfræði, Bækur, Stríð

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is