Hvítabirnir á Íslandi

HvítabirnirStórmerkileg bók um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með  viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Og þetta voru engir aufúsugestir:

„Fréttin um hvítabjörninn barst í einu vetfangi um alla eyjuna og komu allir byssufærir menn saman von bráðar.  Þrjú bæli sáust í hlíðinni og var álitið í fyrstu að dýrin væru fleiri en eitt.  Lagt var af stað upp hlíðina móti vindáttinni.  Menn voru vel undir viðureignina búnir og meira að segja var hákarlaskálm ein mikil með í förinni.  Atlagan hófst. Menn skipuðu sér í hálfhring í kring um híðið og komu sér fyrir í skotstöðu í um það bil 20 feta fjarlægð.  Björninn hafði lítið bært á sér til þessa en nú tók hann að óróast. Hann rak vígalegan hausinn út um munna grenis síns og þegar hann sá mennina lét ófriðlega í honum …“

Þetta er brot úr frásögn frá Grímsey árið 1969.  Og frásagnirnar eru margar og sumar óhugnanlegar.

Höfundurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, byggir bókina að miklu leyti á gögnum sem faðir hennar, Þórir heitinn Haraldsson, lengi náttúrufræðikennari við MA, hafði safnað saman og er þetta mikla ritverk tileinkað minningu hans.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2018
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Bækur, Náttúrufræði, Bækur, Sagnfræði

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is