Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Útgáfuár: 2024

Hér segir frá fjallgöngum um Gjögraskaga, vestan Flateyjardals inn fyrir Víkurskarð.
Bókinn er tvískipt. Annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hins vegar 13 gönguleiðarlýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfirá Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd.
Um 280 ljósmyndir eru í bókinni og 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu, og svo eru gsp-hnit til glöggvunar fyrir lesandann. Um endurútgáfu er að ræða.
.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
.
Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Kinnar – og Víknafjöll

Útgáfuár: 2024

Í þessari bók lýsir höfundurinn og göngugarpurinn, Hermann Gunnar Jónsson, í máli og myndum fjallgöngum á austanverðum Gjögraskaga/Flateyjarskaga, auk þess leiðum úr Hvalvatnsfirði, austur á Flateyjardal og þaðan til Náttfaravíkna og inn í Kinn. Þessu fylgja fjöldi mynda og korta (m.a. stórt heildarkort af svæðinu), sem og GPS-hnit og QE-kóði af gönguleiðum. Bókin er kjörin ferðafélagi allra þeirra sem ganga um þetta svæði.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Náttúrufræði

Hringferð um Gjögraskaga – Leiðarlýsing

Útgáfuár: 2023

Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Hringferð um Gjögraskaga er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gsp hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Íþróttir

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is