Fyrir afa – nokkrar smásögur

Útgáfuár: 2024

Fyrir afa býður upp á nokkrar smásögur eftir Sigurgeir Jónsson úr Vestmannaeyjum. Þar segir hann okkur af ókurteisum ferðafélaga, drungalegri uppákomu í sendferðabíl, beiðni læknis um sæðisprufu, sem hefði átt að vera auðvelt að sinna, og baráttu upp á líf og dauða við „framliðinn“ samstarfsmann sinn til sjós. Þetta eru meistaralegar smásögur og auðvitað er lokahnykkur þeirra óvæntur, eins og á bestu bæjum um svona ritum.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

 

Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Skrímslið og týndi fótboltinn

Útgáfuár: 2023

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Hinn tólf ára gamli Marcus sparkar uppáhaldsfótboltanum sínum yfir girðingu við skólalóðina og áttar sig strax á því að líklega muni hann aldrei sjá boltann sinn aftur. Það sem fer yfir girðinguna finnst nefnilega aldrei aftur. En þegar hann fær dularfull skilaboð, og boð um að ganga í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins, dregst hann inn í spennandi ævintýri við að leysa ráðgátu, ásamt nýjum vinum sínum, þeim Stacey, Lise og Asim. Við að afhjúpa hverja óvæntu vísbendinguna á fætur annarri átta meðlimir rannsóknarteymis morgunverðarklúbbsins sig á því að það er ekki allt sem sýnst – og það gæti verið eitthvað dularfullt sem leynist á bak við skólagirðinguna.

Aðalhöfundur bókarinnar er knattspyrnukappinn heimsfrægi, Marcus Rashford, og hefur þessi bók hans notið mikilla vinsælda í Bretlandi.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Knattspyrna, Skáldsögur

Órói – Krunk hrafnanna

Útgáfuár: 2022

Hér er á ferðinni kynngimögnuð unglingabók, þar sem aðalpersónan, Svandís, flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga og auðvitað bankar ástin á dyrnar. Raunheimar og hulduheimar renna saman og það stefnir í blóðugan bardaga – en milli hverra?

Leiðbeinandi verð: 5.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Unglingabækur

ÓGN – Ráðgátan um Dísar-Svan

Útgáfuár: 2021

ÓGN-fors (1)

Amma heldur því fram að álfar séu til og segir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Hvað ef álfheimar eru til og leynast jafnvel í klettunum fyrir ofan bæinn?

Svandís er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.

Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan, er æsispennandi ævintýrasaga sem höfðar til ungmenna á öllum aldri. Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og tengir höfundur, Hrund Hlöðversdóttir, saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.

Leiðbeinandi verð: 5.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Unglingabækur

Hvolpasögur

Útgáfuár: 2017

HHvolpasögurHvolpar fara á kostum í þessari hugljúfu bók. Ýmislegt óvænt og skemmtilegt gerist í þessum sögum. Allir heilla hvolparnir okkur — hver á sinn hátt. Þá er hér sönn saga af Tígli, litlum hundi með stórt hjarta, en hann vann sér það til frægðar að koma smáfugli til bjargar og fóru fréttir af því víða.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Halloween I – hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga

Útgáfuár: 2015

halloween1-forsidaBókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“

Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/halloween-issuu

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Unglingabækur

Árdagsblik

Útgáfuár: 2014

Árdagsblik Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði; tilveru án ófriðar og valdagræðgi. Getur slíkur draumur orðið að veruleika?

Ævintýrablær og sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti í sögu sem sækir í sannar heimildir en fer að öðru leyti frjálslega með efni og aðstæður.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.


efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að

skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævintýrablær og

sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti.
Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna
efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að
skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævintýrablær og
sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti.
Höfundurinn Hrönn Jónsdóttir, sjötug að aldri, er búsett á Djúpavogi og er þetta
Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur

Snæblóm

Útgáfuár: 2012

Snæblóm Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L. Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Hrafna-Flóki

Útgáfuár: 2011

Hrafna-Flóki

Haraldur hárfagri fer í Víking við strendur Noregs, en Hrafna-Flóki vill ekki gefa sig á vald galdrakonungsins og drauga hans.  Hann leitar sér því að nýju landi til að geta ráðið sér sjálfur og tekur með sér dætur sínar þrjár, menn og húsdýr.  Eyjan þar sem þau taka land er falleg, en þar leynist margt óvænt.  Í fjöllunum eru ís, eldur og … andar.

Þetta er sagan um manninn sem gaf Íslandi nafn – bráðskemmtileg lesning fyrir jafnt unga sem aldna.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Skáldsögur

Blóð Krists og gralið heilaga

Útgáfuár: 2007

blod_kristsÞetta er ein umdeildasta bók síðari ára, enda eru kenningar höfundanna afar umdeildar, bæði austan hafs og vestan, en þeir snúa mörgu, sem hingað til hefur verið víðtekið í evrópskri menningarsögu, á hvolf og setja fram djarfar tilgátur sem snerta hugmyndir og viðhorf allra kristinna manna.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Skáldsögur
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is