Týnd

Útgáfuár: 2004

tyndTýnd fékk Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2000. Sibylla Forsenström er ekki til. Hún er utangarðsmanneskja. Einn daginn er hún á röngum stað á röngum tíma. Maður er myrtur á hrottalegan hátt og grunur fellur á Sibyllu og hún leggur á flótta. Ótrúleg spenna.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur, Verðlaunabækur

Musterisriddarinn

Útgáfuár: 2004

musterisÁrni Magnússon er krossfari í Landinu helga. Í munni heiðingjanna er hann Al Ghouti, maðurinn sem þeir virða en óttast í senn. Hinn mikli Saladin, er óvinur hans. Musterisriddarinn er afar spennandi saga sem gerist í Gaza og Jerúsalem laust fyrir árið 1200. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Leiðin til Jerúsalem sem út kom í fyrra.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur

Leiðin til Jerúsalem

Útgáfuár: 2003

leidin_tilÓhemju spennandi metsölubók. Leiðin til Jerúsalem gerist á 12. öld og segir sögu hins sænska Arna Magnússonar sem elst upp í klaustri undir handarjaðri vopnfimasta krossfarans. Þegar Árni snýr aftur út í heiminn er hann óviðbúinn þeim kaldrana sem mætir honum. Jafnvel faðir hans trúir því um tíma að munkarnir hafi eytt allri karlmennsku úr Árna. En Árni á eftir að koma öllum á óvart. Leiðin til Jerúsalem hefur verið á toppi metsölulista í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur

Vitfirringur keisarans

Útgáfuár: 2002

vitfirringur_keisaransHvernig fer fyrir þeim sem segir harðstjóranum sannleikann? Getur verið að keisarinn álíti hann geðveikan? Vitfirringur keisarans er þrungin spennu ástar- og sakamálasögunnar en jafnframt dæmisaga um eðli og afleiðingar valds og harðstjórnar.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur

Kona flugmannsins

Útgáfuár: 2001

kona_flugmannsinsKathryn Lyons er vakin upp um miðja nótt. Stór farþegaflugvél hefur farist út af strönd Írlands. Flugmaðurinn er eiginmaður hennar. Talað er um hryðjuverk. Jafnvel að flugmaðurinn sjálfur hafi sprengt vélina. Ekkjan trúir ekki þessum orðrómi en hversu vel þekkti hún eiginmann sinn í raun? Hún tekst á við sorgina, höfnun dóttur sinnar og leyndarmál eiginmanns síns sem hún er staðráðin í að afhjúpa. Anita Shreve á að baki skáldsögur sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. Kona flugmannsins, sem var mánuðum saman í efsta sæti á metsölulistum vestan hafs og austan, er fyrsta bók Shreve sem kemur út á Íslandi – og hún svíkur svo sannarlega engan.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur

Í órólegum takti

Útgáfuár: 2000

i_orolegumÍ órólegum takti er djörf saga Margrétar Hannesdóttur.  Fyrir tilviljun tekur hún að sér landflótta Kúrda, smyglar honum inn í landið og berst harðri baráttu við íslenska embættismannakerfið til að koma í veg fyrir að hann verði sendur til síns heima í Tyrklandi þar sem honum er bráður bani búinn.  Um leið neyðist Margrét til að endurskoða tilveru sína.  Hún leiðist út í ástarsamband við ráðherra og hjónaband beggja stendur tæpt.

Í órólegum takti er skáldsaga sem tekur á ýmsum viðkvæmum málum samtímans.

Uppseld.

Efnisflokkun: Skáldsögur
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is