Hitler og seinni heimsstyrjöldin
Útgáfuár: 2002
Ekkert sagnfræðirit hefur vakið jafnmiklar og harðvítugar deilur og þessi bók þekktasta sagnfræðings Englendinga, A. J. P. Taylors, um Hitler og rætur seinni heimsstyrjaldar. Taylor hefur verið sakaður um að hvítþvo Hitler. Sjálfur segist hann hafa skrifað þessa bók til að svala forvitni sinni en til þess hafi hann orðið að horfa framhjá lífseigum goðsögnum um heimsstyrjöldina síðari. Um þetta rit segir Þór Whitehead að enginn sem vilji kynna sér uppruna ófriðarins geti ,,leyft sér að láta það framhjá sér fara“.
Uppseld.
Sjósókn og sjávarfang
Útgáfuár: 2002
Hér er hrundið úr vör stórvirki í íslenskri útgáfusögu sem er 1. bindið af þremur í Sögu sjávarútvegs á Íslandi. Ekkert hefur skipt Íslendinga eins miklu máli og sjávaraflinn. Hann hefur gefið þjóðinni líf en líka krafist stórra fórna. Vegna hans löðuðust erlendir sjómenn að landinu og stundum urðu mannvíg út af fiskinum við Ísland. Hér rekur Jón Þ. Þór þessa sögu og fjallar um upphaf fiskveiða við Ísland, hina áhættusömu árabátaútgerð og ævintýralega öld seglskipanna.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Tilboðsverð: 2.980-.
Bein úr sjó
Útgáfuár: 2002
Útgerðarsaga Grýtubakkahrepps er ótrúlegt ævintýri um smáplássið sem um tíma var ein stærsta útgerðarstöð landsins. Á einkar líflegan og skemmtilegan hátt segir Björn þessa sögu sem spannar eina og hálfa öld, frá hákarlaveiðum upp úr 1850 til frystiskipaútgerðar undir lok 20. aldar. Bókin er ríkulega myndskreytt.
Uppseld.
Mannkynið og munúðin
Útgáfuár: 2001
Hér rekur skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Reay Tannahill sögu kynlífs og hugmynda fólks um það allt frá árdögum mannkynsins og fram á okkar daga. Hún byrjar á forsögulegum tíma og lýsir því hvernig kynlíf og kynlífsaðferðir áttu þátt í því að maðurinn skildist frá frændum sínum öpunum, en síðan segir frá þróun mála á öllum öldum, í öllum heimshlutum, áhrifum hinna ýmsu trúar- og heimspekikerfa á viðhorf fólks til kynlífs, stöðu þess í bókmenntum og listum, hvernig iðkun þess breyttist eftir breytilegri stöðu kynja og stétta í hinum ýmsu samfélögum og menningarheimum o.s.frv. Ekkert er undan dregið og Tannahill fjallar af jafnmiklu hispursleysi um það sem kalla má „venjulegt“ kynlíf í hjónasæng (ef það er þá orðið nokkuð venjulegra en annað), vændi, samkynhneigð og ýmsar afbrigðilegar hvatir og hegðun.
Uppseld.
Úr fórum þular
Útgáfuár: 2001
Hinn þjóðkunni útvarpsþulur, Pétur Pétursson, fer hér á kostum í bráðskemmtilegum frásögnum af horfnum tíma. Í 35 þáttum fer hann víða; segir m.a. frá íslenska hundinum sem hlustaði á breska forsætisráðherrann, stúdentasvalli á 19. öld, fisksölum í Reykjavík og íbúum í Vesturbænum. Pétur er fræðaþulur eins og þeir gerast bestir. Blaðakóngar og bissnesmenn, höfðingjar og hefðarfrúr, Ríkarður Jónsson myndhöggvari og frú Dinesen í Róm; frá öllu þessu segir Pétur svo unun er að lesa.
Uppseld.
Aldarreið
Útgáfuár: 1999
Aldarreið er saga Hestamannafélagsins Hrings en um leið saga hestamennsku í Svarfaðardal og Dalvík á 20. öld. Bókina prýða um 170 ljósmyndir af hestum og hestamönnum.
Uppseld.
Kappar og kvenskörungar
Útgáfuár: 1998
Þessi bók inniheldur æviþætti fjölmargra fornkappa og kvenskörunga, til dæmis: Ara fróða, Auður djúpúðgu, Egils Skalla-Grímssonar, Eiríks rauða, Gísla Súrssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur, Gunnars á Hlíðarenda, Helgu fögru, Hallgerðar langbrókar, Hrafnkels freysgoða, Ingólfs Arnarsonar, Leifs heppna, Njáls á Bergþórshvoli og Snorra goða Þorgrímssonar. Auk þess eru í bókinni að finna fleyg orð og ummæli úr Íslendingasögunum.
Uppseld.
Sú nótt gleymist aldrei
Útgáfuár: 1998
Titanic var stærsta skip veraldar, íburðarmikið kraftaverk tæknialdar, búið fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ var á. Engu að síður hlaut Titanic þau örlög, í jómfrúarferð sinni, að sigla á hafísjaka og sökkva nótt eina í apríl 1912. Um borð voru 2.207 manns en aðeins 20 björgunarbátar.
Í bók þessari er rakin átakanleg saga farþeganna um borð og hvernig hið ógnvænlega sjóslys dró fram það besta og það versta í mönnum. Sumir gáfu líf sitt öðrum til bjargar, aðrir börðust eins og villidýr til að bjarga sjálfum sér.
Uppseld.
Falsarinn og dómari hans
Útgáfuár: 1995
Falsarinn og dómari hans inniheldur fimm þætti úr fortíð. Fjallað er um: Afdrif Þorvalds Schovelin, sem frægur varð af bók Björns Th. Björnssonar, Falsarinn; Jóns Sigurðsson á Böggvistöðum, en kona hans óskaði þess að Guð slægi hann blindan; sakamál frá 1870 sem tengist trippum í Grjótlækjarskál; Snorra Pálsson á Siglufirði sem bannað var að veiða þorsk og sálarangist eins frægasta skálds Íslendinga, Matthíasar Jochumssonar, og hvernig hún sumarið 1888 þrýsti honum til að segja þjóðinni ósatt.
Uppseld.
Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði
Útgáfuár: 1991
Akureyri er þungamiðja þessarar frásagnar. Fjallað er breska setuliðið sem þangað kom og síðan hið bandaríska. Hin viðkvæmustu mál eru reifuð svo sem ástandið og nasisminn, Bretavinnan og njósnaveiðar hernámsliðsins.
Uppseld.