Bestu barnabrandararnir – algjört æði
Útgáfuár: 2001
Grín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – algjört æði
Útgáfuár: 2001
Grín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.
Uppseld.
Við
Útgáfuár: 2001
Tuttugu bráðsmellnar og vel skrifaðar smásögur eftir Björn Þorláksson.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Tilboðsverð: 990-.
Gilitrutt
Útgáfuár: 2001
Gamla, góða ævintýrið um Gilitrutt með glæsilegum myndskreytingum Kristins G. Jóhannssonar er afar heillandi til lesturs og jafnframt einstakt augnakonfekt, þótt ekki sé hún fríð, blessunin.
Uppseld.
Mannkynið og munúðin
Útgáfuár: 2001
Hér rekur skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Reay Tannahill sögu kynlífs og hugmynda fólks um það allt frá árdögum mannkynsins og fram á okkar daga. Hún byrjar á forsögulegum tíma og lýsir því hvernig kynlíf og kynlífsaðferðir áttu þátt í því að maðurinn skildist frá frændum sínum öpunum, en síðan segir frá þróun mála á öllum öldum, í öllum heimshlutum, áhrifum hinna ýmsu trúar- og heimspekikerfa á viðhorf fólks til kynlífs, stöðu þess í bókmenntum og listum, hvernig iðkun þess breyttist eftir breytilegri stöðu kynja og stétta í hinum ýmsu samfélögum og menningarheimum o.s.frv. Ekkert er undan dregið og Tannahill fjallar af jafnmiklu hispursleysi um það sem kalla má „venjulegt“ kynlíf í hjónasæng (ef það er þá orðið nokkuð venjulegra en annað), vændi, samkynhneigð og ýmsar afbrigðilegar hvatir og hegðun.
Uppseld.
Kona flugmannsins
Útgáfuár: 2001
Kathryn Lyons er vakin upp um miðja nótt. Stór farþegaflugvél hefur farist út af strönd Írlands. Flugmaðurinn er eiginmaður hennar. Talað er um hryðjuverk. Jafnvel að flugmaðurinn sjálfur hafi sprengt vélina. Ekkjan trúir ekki þessum orðrómi en hversu vel þekkti hún eiginmann sinn í raun? Hún tekst á við sorgina, höfnun dóttur sinnar og leyndarmál eiginmanns síns sem hún er staðráðin í að afhjúpa. Anita Shreve á að baki skáldsögur sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. Kona flugmannsins, sem var mánuðum saman í efsta sæti á metsölulistum vestan hafs og austan, er fyrsta bók Shreve sem kemur út á Íslandi – og hún svíkur svo sannarlega engan.
Uppseld.
Úr fórum þular
Útgáfuár: 2001
Hinn þjóðkunni útvarpsþulur, Pétur Pétursson, fer hér á kostum í bráðskemmtilegum frásögnum af horfnum tíma. Í 35 þáttum fer hann víða; segir m.a. frá íslenska hundinum sem hlustaði á breska forsætisráðherrann, stúdentasvalli á 19. öld, fisksölum í Reykjavík og íbúum í Vesturbænum. Pétur er fræðaþulur eins og þeir gerast bestir. Blaðakóngar og bissnesmenn, höfðingjar og hefðarfrúr, Ríkarður Jónsson myndhöggvari og frú Dinesen í Róm; frá öllu þessu segir Pétur svo unun er að lesa.
Uppseld.
Of stór fyrir Ísland
Útgáfuár: 2001
Enginn Íslendingur hefur lifað jafn sérkennilegu lífi og Jóhann Pétursson, hæsti maður veraldar. Hér segir frá ævintýralegum lífsferli hans; barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þegar Íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Jóhann eignaðist dóttur sem hann sagði þó aldrei neinum frá. Hér er leyndardómsfullri hulunni svipt af þessari dóttur og samskiptum feðginanna. Of stór fyrir Ísland er einstök ævisaga, snilldarvel skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi sem síðastliðið ár var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýralegri ævi Jóhanns prýða bókina.
Uppseld.
Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík
Útgáfuár: 2001
Í þessu afmælisriti Menntaskólans í Reykjavík, sem gefið er út í tilefni af 215 ára afmæli skólans og er þá miðað við flutning Skálholtsskóla til Reykjavíkur, rita fjölmargir Mr-stúdentar minningar sínar frá skólanum og draga ekkert undan.
Uppseld.
Rauði herinn-Saga Liverpool 1892-2001
Útgáfuár: 2001
Liverpool á sér magnaða sögu og hér er hún rakin; sorgum og sigrum liðsins gerð góð skil og helstu knattspyrnukappar og framkvæmdastjórar félagsins dregnir fram í sviðsljósið. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vafalítið eftir stjörnum á borð við Kevin Keegan, Tommy Smith, Greame Souness, Ian Rush, Kenny Dalglish, Bruce Grobbelaar og Mark Lawrenson, svo einhverjir séu hér nafngreindir af þeim mikla fjölda sem koma við sögu í bókinni sem ætti að vera til á hverju einasta Púllara-heimili.
Uppseld.