Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

Útgáfuár: 2020

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

Útgáfuár: 2020

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

Útgáfuár: 2020

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar

Útgáfuár: 2020

fossar_kapa.inddUm árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.

Bókin er í senn á íslensku og ensku.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Enska, Handbækur og bækur almenns eðlis, Náttúrufræði

Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar

Útgáfuár: 2020

fossar_kapa.inddUm árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.

Bókin er í senn á íslensku og ensku.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Enska, Handbækur og bækur almenns eðlis, Náttúrufræði

Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar

Útgáfuár: 2020

fossar_kapa.inddUm árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.

Bókin er í senn á íslensku og ensku.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Enska, Handbækur og bækur almenns eðlis, Náttúrufræði

Siddi gull – æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs

Útgáfuár: 2020

Siddi gull kápaÍ þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – fá viðburðaríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera.  En … hann hefur aldrei gefist upp, sama hvað á hefur bjátað, og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var í rauninni. Þessu eru öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma.

Fjölmargir hafa í gegnum tíðina sótt í félagsskap Sigmars, einkum þegar hann rak verslun sína, Modelskartgripi, við Hverfisgötu. Létt lund hans laðaði að og þar áttu margur, sem telja mátti til utangarðsmanna í þjóðfélaginu, athvarf í dagsins önn. Má þar nefna Hemma túkall, Pétur Hoffmann og listmálarann Stefán Jónsson frá Möðrudal, sjálfan Stórval. Sigmar rekur kynni sín af þessum mönnum, en auk þess er í bókinni fjöldi gamansagna af hinum síðarnefnda. Þá segir af stórtækum skartgripaþjófi, sem fór ránshendi víða í verslunum og var gómaður á undraverðan hátt. Er þá fátt upp talið.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Þingeyjarsýslur

Siddi gull – æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs

Útgáfuár: 2020

Siddi gull kápaÍ þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – fá viðburðaríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera.  En … hann hefur aldrei gefist upp, sama hvað á hefur bjátað, og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var í rauninni. Þessu eru öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma.

Fjölmargir hafa í gegnum tíðina sótt í félagsskap Sigmars, einkum þegar hann rak verslun sína, Modelskartgripi, við Hverfisgötu. Létt lund hans laðaði að og þar áttu margur, sem telja mátti til utangarðsmanna í þjóðfélaginu, athvarf í dagsins önn. Má þar nefna Hemma túkall, Pétur Hoffmann og listmálarann Stefán Jónsson frá Möðrudal, sjálfan Stórval. Sigmar rekur kynni sín af þessum mönnum, en auk þess er í bókinni fjöldi gamansagna af hinum síðarnefnda. Þá segir af stórtækum skartgripaþjófi, sem fór ránshendi víða í verslunum og var gómaður á undraverðan hátt. Er þá fátt upp talið.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Þingeyjarsýslur

Siddi gull – æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs

Útgáfuár: 2020

Siddi gull kápaÍ þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – fá viðburðaríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera.  En … hann hefur aldrei gefist upp, sama hvað á hefur bjátað, og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var í rauninni. Þessu eru öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma.

Fjölmargir hafa í gegnum tíðina sótt í félagsskap Sigmars, einkum þegar hann rak verslun sína, Modelskartgripi, við Hverfisgötu. Létt lund hans laðaði að og þar áttu margur, sem telja mátti til utangarðsmanna í þjóðfélaginu, athvarf í dagsins önn. Má þar nefna Hemma túkall, Pétur Hoffmann og listmálarann Stefán Jónsson frá Möðrudal, sjálfan Stórval. Sigmar rekur kynni sín af þessum mönnum, en auk þess er í bókinni fjöldi gamansagna af hinum síðarnefnda. Þá segir af stórtækum skartgripaþjófi, sem fór ránshendi víða í verslunum og var gómaður á undraverðan hátt. Er þá fátt upp talið.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Þingeyjarsýslur

Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS

Útgáfuár: 2020

 

Vegan.frontur.Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.

Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:

-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.

-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.

-Kostum og göllum grænkerafæðis.

-Grunnuppskiftum.

-Næringartöflum.

Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.

Leiðbeinandi verð: 6.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is