Undir breðans fjöllum
Útgáfuár: 2010
Undir breðans fjöllum er ljóðasafn Þorsteins Jóhannssonar (f. 1918, – d. 1998), kennara, skólastjóra og margt fleira, að Svínafelli í Öræfum. Hann var hagyrðingur og skáld. Hin viðameiri kvæði hans vitna um þá þekkingu og tök sem hann hafði á skáldskap. Hefðbundið ljóðform var honum svo tamt og meðfærilegt að vísur urðu oft til með engum fyrirvara hvenær sem tilefni gafst. Þannig festi hann reynslu sína og æviferil í braglínur, meitlaðar og fágaðar af smekkvísi ljóðunnandans, ýmist fullar af kímni og góðlátlegu gamni eða markaðar af reynslu og íhugun. Milli línanna má skynja höfundinn, ötulan, ókvalráðan, traustan og hjartahlýjan mann sem ann tungu, sögu, landi og þjóð.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Rúmhendur
Útgáfuár: 2009
Ljóð Hálfdanar Ármanns Björnssonar eru þjóðleg og auðskilin en leyna þó stundum á sér og oft er stutt í glettnina. Hér er meðal annars brugðið upp svipmyndum frá störfum liðinna ára sem hvergi sjást nú unnin.
Hálfdan Ármann lést skömmu eftir útkomu bókarinnar.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Uppseld.
Þriðja Davíðsbók
Útgáfuár: 2008
Í þessari þriðju ljóðabók sinni dregur Davíð Hjálmar Haraldsson upp annars konar myndir en í fyrri bókum sínum. Form sonnettunnar lætur honum afar vel, ljóðin yrkir hann af alvöru og þar er merkingin á dýpt og hæð.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson
Fullt verð: 1780 kr. með vsk.
Uppseld.
Regnboginn á óteljandi liti
Útgáfuár: 2008
Kennslubók í ljóðagerð barna. Ljóðskáldin voru í leikskólunum Austurborg og Garðaborg.
Uppseld.
Heitar lummur
Útgáfuár: 2008
Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, er vafalítið einn af bestu limrusmiðum á Íslandi og fer hér á kostum – vægast sagt.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Uppseld.
Sveinn í djúpum dali
Útgáfuár: 2007
Kennslubók um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson, ætluð 8.-10. bekk.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Fylgdarmaður húmsins
Útgáfuár: 2007
Heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk. Hver ljóðaperlan af annarri úr smiðju þessa stórgóða skálds og auðvitað lætur enginn ljóðaunnadi þessa bók framhjá sér fara.
Uppseld.
Önnur Davíðsbók
Útgáfuár: 2007
Ljóð í léttum dúr
Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson
Uppseld.
Hananú
Útgáfuár: 2007
Fuglalimrur
Höfundur: Páll Jónasson í Hlíð
Uppseld.
Fyrsta Davíðsbók
Útgáfuár: 2006
Bráðsmellnar limrur eftir Davíð Hjálmar Haraldsson.
Uppseld.