130 vísnagátur
Útgáfuár: 2018
Í þessari bráðsmellnu bók eru 130 vísnagátur, sumar léttar, aðrar erfiðari, en allar eru þær skemmtilegar. Hver vísa felur í sér eitt orð og eru vísbendingar um það að finna í hverri ljóðlínu. Dæmi:
Þessar hýsir herra mús,
hún í tönn er mesti blús.
Lítil, hrörleg íbúð er,
og í götu því er ver.
Já, hvaða orð skyldi leynast þarna?
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Á mörkunum
Útgáfuár: 2017
Á mörkunum, eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal, hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum hans hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar var 24. maí næstkomandi, en þann dag varð Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Vísur um blóm og stjörnur
Útgáfuár: 2015
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Hvítir veggir
Útgáfuár: 2015
Þetta er fyrsta ljóðabók Sigrúnar Haraldsdóttur. Hún er þekkt sem einn fremsti hagyrðingur landsins en ekki er hún síðra ljóðskáld. Ljóðin, sem hafa orðið til á löngum tíma, eru einkar falleg, tær og einlæg og láta engan ósnortinn.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Ígrip
Útgáfuár: 2015
Efni ljóðanna í þessari bók eru af ýmsum toga; saknaðarljóð, náttúrulýsingar, ýmsar tilfinningatengdar minningar úr æsku höfundar og margt fleira. Ljóðin eru öll ort undir hefðbundnum bragarháttum.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Vornóttin angar
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Ljóðstafaleikur
Útgáfuár: 2014
Glæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði. Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Vísnagátur
Útgáfuár: 2012
Í þessari bók eru 120 vísnagátur. Í hverri gátu er sama lausnarorðið í öllum línum en með fjórum mismunandi merkingum, þó í örfáum tilfellum þremur eða fimm. Tökum örlétt dæmi:
Stjörnumerki á himni há,
heiti líka manni á,
heyið flytur heim í tótt,
í honum barnið sefur rótt.
Hér er lausnarorðið vagn, Karlsvagn, sérnafnið Vagn, heyvagn og barnavagn.
Gáturnar eru í þessum dúr – skemmtileg heilaleikfimi fyrir alla fjölskylduna og auk þess fræðandi um íslenskt mál.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Lán í óláni
Útgáfuár: 2012
Hér slær Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, á léttu nóturnar og útkoman er vægast sagt bráðfyndin. Vísurnar eru gjarnan tengdar atburðum og umræðuefnum í samfélaginu og þá bent á spaugilegan flöt málanna til að gera tilveruna agnarlítið skemmtilegri.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Fjallaþytur
Útgáfuár: 2010
Fjallaþytur, úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar, kemur út þann 13. júlí nk. í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá fæðingu hans, en hann lést í fyrra. Margar ljóðaperlurnar er hér að finna, sumar alvarlegar en aðrar af léttara taginu – allar þó bráðskemmtilegar. Þarna er meðal annars að finna allmörg ljóð sem ekki hafa birst áður.
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Uppseld.