Vornóttin angar

Vornóttin.kapa

Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða  sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Útgáfuár: 2014
Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Bækur, Ljóð og listir

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is