Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir

Útgáfuár: 2008

stebbi_run

Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður.  Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.

Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar.  Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum.  Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Gullastokkur gamlingjans

Útgáfuár: 2008

gullastokkur

Lauslegar myndir barns af öllum þeim fjölda vinnumanna-  og kvenna sem dvöldu í Mjóafirði í lengri eða skemmri tíma á fyrri hluta síðustu aldar – og eru margar þeirra æði broslegar.

Þetta er enn ein bókin úr smiðju Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku og vafalítið hafa margir gaman af.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Meðan hjartað slær

Útgáfuár: 2008

medan_hjartad_slaerLífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera fær menn til að staldra við og meta lífsgildin upp á nýtt.  Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með hetjulegri baráttu dóttur hans, Ástu Lovísu, við ólæknandi krabbamein veturinn og vorið 2006/2007.  Þetta eru þó ekki eina áföllið í lífi hans, en þrátt fyrir að hafa orðið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist þá býr hann engu að síður yfir fádæma lífsgle.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Bauka-Jón

Útgáfuár: 2008

bauka_jon

Jón Vigfússon (1643-1690) er einna minnst þekktur allra Hólabiskupa og sá sem einna lökust eftirmæli hefur hlotið. Saga hans er engu að síður athyglisverð og um margt ævintýraleg.  Hann var af höfðingjættum; var ungur sendur til náms í Hafnarháskóla og varð sýslumaður í Borgarfirði skömmu eftir tvítugt.  Hann var dæmdur frá sýslunni vegna ásakana um ólöglega tóbakshöndlun (þar af kemur viðurnefnið Bauka-Jón) en hélt þá til Kaupmannahafnar og tókst að koma þar ár sinni svo vel fyrir borð að Danakonungur útnefndi hann varabiskup á Hólum í Hjaltadal og skiaði Brynjólfi Sveinssyni að vígja hann.  Það var fyrsta biskupsvígsla á Íslandi og er Jón eini íslenski biskupinn, sem aldrei þáði prestsvíglsu.  Hann tók síðan við biskupsembætti eftir lát Gísla Þorlákssonar árið 1684 og gegndi því til dauðadags, 1690.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Marley og ég

Útgáfuár: 2008

marley

Hvernig er það að eiga og elska heimsins versta hund.  Sprenghlægileg bók, en jafnframt hugljúf og sorgleg.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Vasast í öllu

Útgáfuár: 2007

vasastSveinn Jónsson í Kálfsskinni er engum líkur og hefur ratað í mörg ævintýri á lífsleiðinni sem hann deilir með okkur í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Fyrsti vestur-íslenski feministinn

Útgáfuár: 2007

fyrsti_vesturMargrét J. Benedictsson ólst upp við erfiðar aðstæður á Íslandi og hélt ung til Vesturheims ásamt fjölda landa sinna í von um betra líf.  Þar lét hún mikið til sín taka í jafnréttisbaráttu kvenna og varð ötull málsvari þeirra jafnt í ræðu sem riti.

Saga Margrétar er saga mikillar hugsjónakonu sem átti sér þann draum að gera heiminn aðeins betri.  Saga hennar má alls ekki gleymast.

Leiðbeinandi verð: 4.780-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Njósnari í Þýskalandi nasista?

Útgáfuár: 2007

njosnari_i_thyskaOlga Tsékova fór frá Rússlandi til Þýskalands og gerðist þar kvikmyndaleikkona.  Hún var í miklu uppáhaldi hjá nasistum, ekki síst Hitler, en vann með leynd fyrir rússnesku leyniþjónustuna.  Þetta er saga af ótrúlegu hugrekki, hugsjónum, ótta, sjálfsfórnum og svikum

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Stríð

Stelpan frá Stokkseyri

Útgáfuár: 2006

stelpan_fra_stokkseyriHér gerir Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Suðurlands, upp ævi sína. Hún dregur upp ljóslifandi myndir af litríkum bernskuárum á Stokkseyri og segir frá óbilandi stjórnmálaáhuga sínum, sem varð til þess að hún, sem einhverjir vildu meina að væri bara ómenntuð frystihússtelpa, gegndi stöðu oddvita í sínu sveitarfélagi um árabil og tók síðan sæti á Alþingi Íslendinga. Hún varð síðar fyrsta konan á Íslandi til þess að leiða einn af gömlu fjórflokkunum, Alþýðubandalagið, og hún lék lykilhlutverk í stofnun Samfylkingarinnar. En lífið gengur sjaldnast alveg smurt fyrir sig. Margrét var um tvítugt þegar hún komst að sannleikanum um faðerni sitt, hún gekk síðar í gegnum erfiðan skilnað og hún fékk að kenna á kvenfyrirlitningunni í strákaheimi stjórnmálanna. Fyrir fáeinum árum greindist hún svo með krabbamein, en var staðráðin í því frá upphafi að sigrast á veikindunum.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal

Útgáfuár: 2006

fimmtiu_sumur Þessi bók er gefin út til minningar um hjónin Aðalstein Jónsson og Ingibjörgu Jónsdóttur en þau bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. Í bókinni, sem er 357 blaðsíður að stærð, eru margvíslegir textar, bæði frumsamdir og endurbirtir. Rakin er byggðasaga Vaðbrekku og birtir allmargir textar frá fyrri tíð. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar. Birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein; frásagnaþættir, blaða- og tímaritsgreinar auk einnar fræðigreinar, og eftir Ingibjörgu birtist einn frásöguþáttur.

Leiðbeinandi verð: 5.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Ævisögur og endurminningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is