Papa Jazz

Útgáfuár: 2009

papajazz-forsÆvisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli.

PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Ævisögur og endurminningar, Tónlistarbækur

Haukur á Röðli

Útgáfuár: 2009

haukur_front

Í bókinni segir Haukur Pálsson á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu frá ævintýralegu lífshlaupi sínu.  Hér er að finna ótrúlegar bernskulýsingar sérstæðs Húnvetnings sem hefur fengið að smakka á ýmsu í lífinu.  Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum.  Sagt er frá stríðsárunum, lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla þar sem margt var brallað, hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs (hann varð síðar ökukennari til margra ára!) og ók inn í skólann á amerískum Farmalltraktor. Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.

Birgitta H. Halldórsdóttir skráir lífshlaup Hauks á Röðli.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Dagbók Anne Frank – kiljuútgáfa

Útgáfuár: 2008

dagbok_af

Dagbók Anne Frank (kilja) kemur nú út á Íslandi óritskoðuð í fyrsta skipti.  Allir kaflarnir, sem faðir hennar kaus að sleppa í fyrri útgáfum, eru hér með. Fyrir vikið verður til einstök og sönn  þroskasaga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, stríði unglingsins við foreldra sína, sérstaklega móðurina, og vaxandi einsemd táningsins í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar.

Að Biblíunni undanskilinni hefur engin bók selst í fleiri eintökum en Dagbók Anne Frank.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Stríð

Þræðir

Útgáfuár: 2008

thraedir

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram.  Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir.  Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Sagnfræði

Töfrum líkast

Útgáfuár: 2008

tofrumBaldur Brjánsson er vafalítið fremsti töframaður Íslands, fyrr og síðar.  Hann hefur borðað rakvélablöð, opnað lás með augnaráðinu og skorið upp menn með berum höndum, svo eitthvað sé nefnt.  En saga hans er miklu meira en töfrabrögð út í gegn.  Það sannfærast þeir um sem lesa þessa bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Ég hef nú sjaldan verið algild

Útgáfuár: 2008

eg_hef_nu_sjaldan

Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir.  Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.

Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki.  En er það raunsönn mynd?

Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru?  Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.

Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir

Útgáfuár: 2008

stebbi_run

Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður.  Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.

Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar.  Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum.  Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Gullastokkur gamlingjans

Útgáfuár: 2008

gullastokkur

Lauslegar myndir barns af öllum þeim fjölda vinnumanna-  og kvenna sem dvöldu í Mjóafirði í lengri eða skemmri tíma á fyrri hluta síðustu aldar – og eru margar þeirra æði broslegar.

Þetta er enn ein bókin úr smiðju Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku og vafalítið hafa margir gaman af.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Meðan hjartað slær

Útgáfuár: 2008

medan_hjartad_slaerLífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera fær menn til að staldra við og meta lífsgildin upp á nýtt.  Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með hetjulegri baráttu dóttur hans, Ástu Lovísu, við ólæknandi krabbamein veturinn og vorið 2006/2007.  Þetta eru þó ekki eina áföllið í lífi hans, en þrátt fyrir að hafa orðið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist þá býr hann engu að síður yfir fádæma lífsgle.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Bauka-Jón

Útgáfuár: 2008

bauka_jon

Jón Vigfússon (1643-1690) er einna minnst þekktur allra Hólabiskupa og sá sem einna lökust eftirmæli hefur hlotið. Saga hans er engu að síður athyglisverð og um margt ævintýraleg.  Hann var af höfðingjættum; var ungur sendur til náms í Hafnarháskóla og varð sýslumaður í Borgarfirði skömmu eftir tvítugt.  Hann var dæmdur frá sýslunni vegna ásakana um ólöglega tóbakshöndlun (þar af kemur viðurnefnið Bauka-Jón) en hélt þá til Kaupmannahafnar og tókst að koma þar ár sinni svo vel fyrir borð að Danakonungur útnefndi hann varabiskup á Hólum í Hjaltadal og skiaði Brynjólfi Sveinssyni að vígja hann.  Það var fyrsta biskupsvígsla á Íslandi og er Jón eini íslenski biskupinn, sem aldrei þáði prestsvíglsu.  Hann tók síðan við biskupsembætti eftir lát Gísla Þorlákssonar árið 1684 og gegndi því til dauðadags, 1690.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is