
Nýjasta útgáfa Hóla
Fyrirmyndir-stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar
Þetta er vafalítið óvenjulegasta ævisagan sem um getur. Höfundurinn Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, setur sjálfan sig ekki í öndvegi heldur fjallar hann um þá einstaklinga sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hafa gert hann að þeim manni sem hann er.
Leiðbeinandi verð: 1.500-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Einn fimmaura!
-Veistu hvað Magnús gamli gerði þegar hann missti konuna sína?
-Nei.
-Hann tók hana upp aftur.
Miðvikudagur 29. maí 2013Eigi víkja
Í þessu riti, Jóns Sigurðssonar fyrrum rektors Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og: Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?
Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Metsölubók!
Það er gaman að segja frá því að bók Sigga á Háeyri um gosið í Heimaey, Undir hraun, varð í efsta sæti á vinsældarlista Eymundsson-búðanna yfir seldar bækur á tímabilinu 22.01.-29.01. Sannarlega glæsilegt, en viðtökur bókarinnar hafa verið mjög góðar og ber að þakka fyrir það.
Fimmtudagur 31. janúar 2013Undir hraun
Í ár eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey og er þessi frásögn lítið innlegg í minningasjóð þeirra atburða sem Eyjamenn upplifðu í þessum stórkostlegu náttúruhamförum. Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum. Um er að ræða endurminningar Sigurðar Guðmundssonar eða Sigga á Háeyri eins og hann er oftast kallaður en hann upplifði það ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn.
Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vanagang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki. Á einni nóttu, nánar tiltekið 23. janúar 1973, breyttist allt. Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað. Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðruleysi við afar sérstæðar aðstæður á miklum umbrota- og óvissutímum.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2013Jólakveðja
Bókaútgáfan Hólar óskar samstarfsaðilum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir frábærar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu sem er að líða.
Mánudagur 24. desember 2012Kynningarmyndband og upplestur úr Návígi á norðurslóðum
Á eftirfarandi slóð er hægt að horfa og hlusta á Magnús Þór Hafsteinsson kynna bók sína Návígi á norðurslóðum: https://vimeo.com/55041316 Þarna má finna magnaðar myndaklippur. Þá er hægt að hlusta á Magnús Þór lesa upp úr bókinni á slóðinni: https://soundcloud.com/magnusthor/magn-s-r-les-kafla-r-b-k-sinni.
Endurprentanir!
Þrír af titlum Bókaútgáfunnar Hóla hafa verið endurprentaðir eða eru á leið í endurprentun. Glettur og gamanmál, eftir Villa á Brekku, er komin í 2. prentun og rýkur út og sama má segja um bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Návígi á norðurslóðum. Þá er von á 2. prentun af Skagfirskum skemmtisögum 2 – Meira fjör – enda hverfur upp úr nokkrum kössum á hverjum degi, svo mikið er hún pöntuð. Þá hafa Vísnagátur, eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi, Lán í óláni, eftir Hjálmar Freysteinsson, lækni á Akureyri, og Pétrísk-íslensk orðabók, eftir séra Pétur Þorsteinsson, runnið mjög vel út. Ennfremur hefur bókin Skórnir sem breyttu heiminum, eftir skódrottninguna Hönnu Guðnýju Ottósdóttur, tekið mikinn kipp að undanförnu enda frábær bók þar á ferð – allt í senn: fræðandi, skemmtileg og falleg.
Fimmtudagur 6. desember 2012Snæblóm
Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L. Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Vinningshafi!
Vinningshafinn í spurningaleiknum um það frá hverjum séra Pétur Þorsteinsson hafi fengið lánað hárgreiðslurnar sem prýða prestinn framan á nýjustu bók hans, Pétrísk-íslensk orðabók, er Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk 3, 861 Hvolsvelli og fær hún senda umrædda bók. Hárgreiðslurnar tilheyra: Justin Bieber, Jóni Gnarr og Barack Obama.
Bókaútgáfan Hólar þakkar öllum þeim sem sendu inn lausnir – flest allar voru þær HÁRréttar.
Sunnudagur 18. nóvember 2012