Nýjasta útgáfa Hóla



Hraun í Öxnadal

Hraun i Oxnadal frontHraun í Öxnadal er ein af nafnkunnustu bújörðum á landinu.  Það er ekki síst vegna þess hve fagurt er þar heim að líta, en Drangafjall og Hraundrangi gnæfa í baksýn.  Einnig er Hraun í Öxnadal nafnkunnugt vegna þess að þar fæddist árið 1807 þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.

Bók þessi fjallar mest um umhverfi og náttúru Öxnadals og þá aðallega náttúru jarðarinnar Hrauns, bæði jarðfræði og lífverur. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um 18 gönguleiðir á svæðinu.  Fjölmörg kort og margar ljósmyndir prýða bókina sem er 286 blaðsíður að lengd.

Höfundur bókarinnar er Bjarni E. Guðleifsson en hann hefur áður skrifað fjölmargar útivistar- og náttúrubækur, m.a. Á fjallatindum og Svarfaðardalsfjöll.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Útgáfuár: 2014

Sigurður dýralæknir – afmælisrit

Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans.  Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og yrkir hann næstum jafnhratt og aðrir menn tala.

Í fyrrnefndum afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr. 6.480- m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu brynjar@holabok.is og í síma 698-6919.

Fimmtudagur 10. apríl 2014

Saga Sveinafélags skipasmiða 1936-1983

saga_sveinafel_fors-72

Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur, sem var sameiginlegt félag meistara og sveina, var stofnað árið 1934.  Fljótlega sáu skipasmíðasveinar að það fyrirkomulag hentaði þeim ekki og tveimur árum síðar stofnuðu þeir eigið stéttarfélag, Sveinafélag skipasmiða.  Félagið hóf þegar baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum réttindum, en ekki síður eflingu innlendra skipasmíða.

Í þessari bók er rakin saga Sveinafélagsins, sem spannar frá 1936 til 1983, en ári síðar sameinaðist það Félagi járniðnaðarmanna.  Það félag sameinaðist síðan Vélstjórafélagi Íslands í Félag vélstjóra og málmtæknimanna – VM.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2014

Spurningabókin 2014

Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól.  Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin fáið þið ekki – fyrr en í bókinni góðu:
Hvað kallast þurrkuð plóma?
Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr né maður?
Hvaða leikmaður Liverpool fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í apríl 2013?
Hvaða sveitarfélagi tilheyrir Keflavík?
Hvert er listamannsnafn tónlistamannsins Armando Christian Pérez?
Hver eru grimmustu farartækin?
Hvaða teiknimynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún „myndi bræða hjarta þitt“?

Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól.  Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin fáið þið ekki – fyrr en í bókinni góðu:

Hvað kallast þurrkuð plóma?
Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr né maður?
Hvaða leikmaður Liverpool fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í apríl 2013?
Hvaða sveitarfélagi tilheyrir Keflavík?
Hvert er listamannsnafn tónlistamannsins Armando Christian Pérez?
Hver eru grimmustu farartækin?
Hvaða teiknimynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún „myndi bræða hjarta þitt“?
Föstudagur 21. febrúar 2014

Ljóðstafaleikur

ljóðstafaleikur-fors-litilGlæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði.  Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2014

Jólakveðja!

Bókaútgáfan Hólar þakkar öllum þeim sem komið hafa nálægt útgáfunni á einn eða annan hátt gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðinu ári.  Þá sendir útgáfan einnig kærar jólakveðjur til þeirra fjölmörgu sem keypt hafa bækur hennar og auðvitað fá hinir jólakveðjur líka. Og … göngum hægt um gleðinnar dyr og gleðjumst áfram saman á næsta ári.

Mánudagur 23. desember 2013

Fangelsuð af Ísraelsmönnum!

Á facebook-síðu Bókaútgáfunnar Hóla geturðu lesið einn kafla úr hinni mögnuðu bók Von – saga Amal Tamimi. Kaflinn fjallar um það þegar hún var handtekin af Ísraelsmönnum.  Endilega lesið.

Sunnudagur 24. nóvember 2013

Gullin ský – 1. prentun uppseld!

1. prentun af bókinni Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur er uppseld.  2. prentun væntanleg.  Þökkum frábærar viðtökur á þessari yndislegu bók.

Sunnudagur 24. nóvember 2013

Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár

Brot úr byggðarsögur-kapa

Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.

Leiðbeinandi verð: 8.980-.

Útgáfuár: 2013

Útgáfuteiti

Næsta fimmtudag, þann 21. nóv., klukkan 17:00 verður lesið upp úr bókinni HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI í Eymundsson-búðinni við Strandgötu.  Þar mun höfundurinn, Ingvar Viktorsson, fara á kostum eins og honum einum er lagið og fleiri munu auk þess stíga fram og segja gamansögur af Hafnfirðingum.  Af nógu er að taka.  Þeir sem það vilja geta svo fengið bókina áritaða.

Láttu sjá þig!

Þriðjudagur 19. nóvember 2013
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is