
Nýjasta útgáfa Hóla
Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára
Þann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði. Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.
Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978. Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína. Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.
Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.
Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is eða í síma. 587-2619.
Föstudagur 11. júlí 2014Hraun í Öxnadal
Hraun í Öxnadal er ein af nafnkunnustu bújörðum á landinu. Það er ekki síst vegna þess hve fagurt er þar heim að líta, en Drangafjall og Hraundrangi gnæfa í baksýn. Einnig er Hraun í Öxnadal nafnkunnugt vegna þess að þar fæddist árið 1807 þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.
Bók þessi fjallar mest um umhverfi og náttúru Öxnadals og þá aðallega náttúru jarðarinnar Hrauns, bæði jarðfræði og lífverur. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um 18 gönguleiðir á svæðinu. Fjölmörg kort og margar ljósmyndir prýða bókina sem er 286 blaðsíður að lengd.
Höfundur bókarinnar er Bjarni E. Guðleifsson en hann hefur áður skrifað fjölmargar útivistar- og náttúrubækur, m.a. Á fjallatindum og Svarfaðardalsfjöll.
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Útgáfuár: 2014Sigurður dýralæknir – afmælisrit
Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og yrkir hann næstum jafnhratt og aðrir menn tala.
Í fyrrnefndum afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr. 6.480- m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu brynjar@holabok.is og í síma 698-6919.
Fimmtudagur 10. apríl 2014Saga Sveinafélags skipasmiða 1936-1983
Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur, sem var sameiginlegt félag meistara og sveina, var stofnað árið 1934. Fljótlega sáu skipasmíðasveinar að það fyrirkomulag hentaði þeim ekki og tveimur árum síðar stofnuðu þeir eigið stéttarfélag, Sveinafélag skipasmiða. Félagið hóf þegar baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum réttindum, en ekki síður eflingu innlendra skipasmíða.
Í þessari bók er rakin saga Sveinafélagsins, sem spannar frá 1936 til 1983, en ári síðar sameinaðist það Félagi járniðnaðarmanna. Það félag sameinaðist síðan Vélstjórafélagi Íslands í Félag vélstjóra og málmtæknimanna – VM.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2014Spurningabókin 2014
Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól. Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin fáið þið ekki – fyrr en í bókinni góðu:
Ljóðstafaleikur
Glæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði. Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2014Jólakveðja!
Bókaútgáfan Hólar þakkar öllum þeim sem komið hafa nálægt útgáfunni á einn eða annan hátt gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðinu ári. Þá sendir útgáfan einnig kærar jólakveðjur til þeirra fjölmörgu sem keypt hafa bækur hennar og auðvitað fá hinir jólakveðjur líka. Og … göngum hægt um gleðinnar dyr og gleðjumst áfram saman á næsta ári.
Mánudagur 23. desember 2013Fangelsuð af Ísraelsmönnum!
Á facebook-síðu Bókaútgáfunnar Hóla geturðu lesið einn kafla úr hinni mögnuðu bók Von – saga Amal Tamimi. Kaflinn fjallar um það þegar hún var handtekin af Ísraelsmönnum. Endilega lesið.
Sunnudagur 24. nóvember 2013Gullin ský – 1. prentun uppseld!
1. prentun af bókinni Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur er uppseld. 2. prentun væntanleg. Þökkum frábærar viðtökur á þessari yndislegu bók.
Sunnudagur 24. nóvember 2013Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár
Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Útgáfuár: 2013