Nýjasta útgáfa Hóla



Hreindýraskyttur – Líflegar og fræðandi frásagnir af hreindýraveiðum

Hreindýr

Í bókinni segja Axel Kristjánsson, Gunnar A. Guttormsson, Guttormur Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Þorgils Gunnlaugsson, María B. Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sæunn Marinósdóttir og Sigurður Aðalsteinsson frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Grænlandi. Auk þess er rakin saga hreindýraveiða hér á landi. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.

Hægt er að sjá örlítið sýnihorn úr bókinni hér: http://issuu.com/gunnarkr/docs/hreind__raskyttur/0

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Útgáfuár: 2014

Grafningur og Grímsnes

Grafningur.kapaHér er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla.  Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verkinu sem lýtur m.a. að staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi ljósmynda prýðir verkið sem er mikilsvert innlegg í sunnlenska byggðasögu.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2014

Klénsmiðurinn á Kjörvogi

klénsmiðurinn.kapaÞorsteinn Þorleifsson (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði iðn sína alla tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku og búskap. Einnig var hann liðtækur við lækningar og tók á móti börnum.  Saga hans er því svo sannarlega forvitnileg.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Uppseld.

 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Klénsmiðurinn á Kjörvogi er ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1821-1882) sem
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Útgáfuár: 2014

Fótboltaspurningar

Fotboltaspurningar.kápa.Í þessari bók er í orðsins fyllstu merkingu farið út um víðan völl og þá auðvitað fótboltavöll. Spurt er um íslensk lið og leikmenn, stórstjörnur, knattspyrnustjóra og lið hér og þar í heiminum – og fleira til.  Hvert var fyrsta atvinnumannalið Gylfa Þórs Sigurðssonar? Með hvaða liði lék Daniel Sturridge áður en hann var seldur til Liverpool? Hverrar þjóðar er Edison Cavani? Hvert af landsliðunum á HM 2014 er oft kallað Prinsarnir frá Persíu? Hvers konar fugl má finna í merki Norwich? Hvaðan er Einherji?  Þetta og margt fleira fyrir knattspyrnuunnendur og hina líka, eða hvað?

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Útgáfuár: 2014

Spurningabókin 2014

spurningabókin2014.kapaHér er spurt um allt milli himins og jarðar. Hvað kallast þurrkuð plóma? Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr eða maður? Hver eru grimmustu farartækin? Hvaða mynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún myndi „brenna hjarta þitt“?  Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2014

Bestu barnabrandararnir-frábærlega fyndnir

Bestu barnabr.2014.kapaNítjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki er komin út.  Í henni eru brjálæðislega góðir brandarar sem henta hvar og hvenær sem er og spyrja ekki að aldri, enda hafa hinir eldri ekki síður þörf fyrir eitthvað skoplegt og uppörvandi en þau sem yngri eru.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2014

Örnefni í Mjóafirði

örnefniVilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði hafði lengi fyrirhugað að Örnefni í Mjóafirði yrði síðasta bók hans og var ætlunin að hún kæmi út á 100 ára afmæli hans, þ. 20. september 2014.  Reyndar hafði hann sjálfur sagt að annaðhvort yrði þetta afmælisrit eða minningarrit og því miður fór það svo að hið síðarnefnda varð niðurstaðan. Vilhjálmur lést 14. júní, eða rúmlega tveimur mánuðum fyrir aldarafmæli sitt.  Þá hafði hann nýlokið við að fara yfir síðustu próförkina af bókinni og því gat hann farið nokkuð nærri um endanlega útkomu.

Umrædd bók, Örnefni í Mjóafirði, kemur út á fyrrnefndri dagsetningu, þ.e. þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu Vilhjálms, og verður vafalítið fróðleiksbrunnur öllum þeim sem sækja Mjóafjörð heim og dvelja þar um lengri og skemmri tíma.  Einnig þeim sem áhuga hafa á íslenskri náttúru og sögnum sem henni tengjast.  Meginefni bókarinnar er vönduð örnefnaskrá heimabyggðar hans, sem og þjóðsögur, frásagnir af ýmsu tagi svo og fróðleikur sem tengist örnefnunum.  Örnefnaskránni fylgja 30 litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á, auk fjölda annarra mynda.

Örnefni í Mjóafirði er sannarlega glæstur endapunktur á hinu mikla starfi sem Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku vann í þágu Mjóafjarðar sem og þjóðfræði í víðum skilningi þess orðs.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Útgáfuár: 2014

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku – Örnefni í Mjóafirði

Þann 20. september næstkomandi  hefði Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði orðið 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað rit eftir hann, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig  kort,  litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.

Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknar-flokkinn í Austurlandskjördæmi og mennta-málaráðherra 1974-1978.  Þá skrifaði hann fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína.

Sú bók sem nefnd er hér að ofan er síðasta ritverk Vilhjálms og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar bætti hann sífellt á undanförnum árum eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.

Þegar byrjað var að búa umrædda bók til prentunar sagði Vilhjálmur svo frá, að „annaðhvort verður þetta afmælisrit eða minningarrit“.  Því miður verður hið síðarnefnda ofan á.

Aftast í bókinni verður Tabula memorialis (minningarskrá) og þar geta þeir sem heiðra vilja minningu Vilhjálms fengið nafnið sitt skráð og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.

Hægt er að panta bókina fram til 5. ágúst í netfanginu erna@holabok.is eða í símum 690-8595/587-2619.

F.h. Bókaútgáfunnar Hóla

Erna Ýr Guðjónsdóttir

Sunnudagur 27. júlí 2014

Vilhjálmur fallinn frá

Vilhjálmur Hjálmarsson lést í morgun á Brekku í Mjóafirði.  Hann hefði orðið 100 ára þann 20. september næstkomandi og stóð til að bókin Örnefni í Mjóafirði eftir hann sjálfan yrði afmælisrit hans.  Reyndar hafði Vilhjálmur ávallt sagt að annaðhvort yrði bókin afmælisrit eða minningarrit og því miður varð hið síðarnefnda ofan á.  Hann hafði hlakkað mikið til útgáfu hennar, enda mikið í lagt, og hafði þegar verið safnað nokkrum áskrifendum að henni.  Áfram skal haldið á þeirri braut og munu nöfn þeirra sem skrá sig sem áskrifendur verða birt undir fyrirsögninni Tabula memorialis (í stað Tabula gratulatoria).

Vilhjálmur var bóndi, kennari, alþingismaður og ráðherra, sem og stórtækur rithöfundur í seinni tíð og liggja eftir hann fjölmargar bækur.  Þær síðustu voru gefnar út af Bókaútgáfunni Hólum og áttum við margt og skemmtilegt spjallið vegna þeirra, bæði yfir kaffibolla og eins símleiðis.  Fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum og sendi jafnframt börnum hans og öðrum ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Guðjón Ingi Eíríksson

Mánudagur 14. júlí 2014

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

Þann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig  kort,  litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.

Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978.  Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína.  Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.

Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.

Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is eða í síma. 587-2619.

Föstudagur 11. júlí 2014
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is