Umsögn um Kveikjur

Bók séra Bolla, Kveikjur, hefur fengið mjög góða dóma og hér er einn þeirra, eftir Gerði Kristnýju, rithöfund:

„Hefur eitthvað hent þig í lífinu sem á sér engar röklegar skýringar? Er hefnd einhvern tímann réttlætanleg? Þetta eru tvær þeirra spurninga sem lagðar eru fram í Kveikjum nýrri bók eftir Bolla Pétur Bollason. Þetta er góð bók. Dæmin sem þar er lagt upp með eru raunsönn og áhugaverð. Þótt margar ímyndaðar persónur segi þar sögu sína tala þær allar með sömu rödd en það skiptir engu því þetta er ekki smásagnasafn, heldur, eins og stendur á bókarkápu, kveikjur. Þeir sem vinna með ungu fólki ættu að hafa hana við höndina og auðvitað allir hinir líka. Takk, Bolli Pétur!“

 

 

Föstudagur 14. ágúst 2015
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is