
Nýjasta útgáfa Hóla
Öreindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð
Reynt er að samræma vísindi og Guðstrú. Úr hverju er alheimurinn, hvernig myndaðist hann og hvernig varð lífið til? Alheimur allur er gerður úr öreindum. Hallast er að því að vísindin og Guð hafi unnið sameiginlega að myndun og þróun alheims og lífs. Guð kom Miklahvelli og lífinu af stað, en vísindin stýra óðaþenslu alheims og þróun lífs.
Sannarlega áhugaverð bók sem snertir hugsanagang margra um lífið og tilveruna.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Útgáfuár: 2016Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið
Framfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess. Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.
Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2016Fjöllin í Grýtubakkahreppi
Bókin, Fjöllin í Grýtubakkahreppi, er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal,Fjörður og Látraströnd.
Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar fyrir lesandann. Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun.
Höfundur bókarinnar, Hermann Gunnar Jónsson, er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel. Hann ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf á Hvarfi í Bárðardal og þekkir vel að snúast í kringum kindur bæði á hesti og fæti. Auk þess hefur hann gjarnan brúkað báða þessa ferðamáta til að ferðast um landið og njóta, sérstaklega Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Í seinni tíð hafa fjallgöngurnar þó haft yfirráðin.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2016Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi
Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Útgáfuár: 2016Séra Vigfús Þór sjötugur
Þann 6. apríl nk. verður séra Vigfús Þór Árnason sjötugur. Af því tilefni réðust vinir hans og velunnarar í það mikla verk að láta skrifa um hann bók og verður hún hvort tveggja í senn, endurminningar hans og afmælisrit. Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur séð um ritunina og mun bókin koma út á haustdögum. Hún verður bráðskemmtileg eins og þeirra félaga er von og vísa, en snertir einnig hina viðkvæmu strengi í brjóstum okkar.
Aftast í bókinni verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og þar geta þeir sem gerast áskrifendur að bókinni – og heiðra um leið séra Vigfús Þór á þessum tímamótum – fengið nafn sitt skráð. Eru þeir beðnir að hafa samband í netfangið holar@holabok.is (og taka þá fram fullt nafn þess eða þeirra sem á að skrá + heimilisfang og kennitölu) eða í síma 557-5270. Verð bókarinnar verður kr. 6.980- og greiðist fyrirfram.
Föstudagur 26. febrúar 2016
Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool
Steven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar. Hann hóf að æfa með Liverpool á unga aldri og varð með tíð og tíma einn besti leikmaðurinn í sögu þess. Þá var hann fyrirliði Liverpool lengur en nokkur annar og tók við sigurlaunum Meistaradeildarinnar 2005 eftir einn ótrúlegasta úrslitaleik sögunnar.
Í þessari bók er rakin saga Gerrard og einnig Liverpool og enska landsliðsins á tíma hans þar. Þessa bók lætur enginn knattspyrnuunnandi framhjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Útgáfuár: 2015Vísur um blóm og stjörnur
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Útgáfuár: 2015Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar
Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var einstakur félagsskapur og það á heimsvísu. Þar létu menn ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og sumum utan félagsins einnig.
Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson 20 ára sögu Hrekkjalómafélagsins; segir frá hrekkjunum og undirbúningi þeirra, viðbrögðunum og …afleiðingunum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi.
Í bókinni segir meðal annars frá því þegar:
Halli í Turninum fær ís
Ráðherrahjónum er gert rúmrusk
Maggi Kristins „býður“ öllum í afmælið sitt
Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja
Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar
Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum
Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma
Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot
Kosning um „Fyrsta klámkóng Eyjanna“ fór fram
Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félagsins og ber þar hæst sögur af Jóni Berg Halldórssyni og Didda í Svanhól, en upptalningin er annars bara lítið brot af því sem leynist í bókinni HREKKJALÓMAR – PRAKKARASTRIK OG PÚÐURKERLINGAR sem kitlar svo sannarlega hláturtaugarnar.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Útgáfuár: 2015Jólabækurnar
Jólabækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum streyma nú út úr prentsmiðjunum og kennir þar ýmissa grasa. Endilega kynnið ykkur úrvalið á heimasíðunni og auðvitað eru margar af eldri bókunum enn fáanlegar, en talsvert hefur verið pantað af þeim á þessu ári.
Laugardagur 7. nóvember 2015
Skósveinarnir – Leitið og finnið
Skósveinarnir eru alls staðpar! En þú finnur þá aldrei þegar þeirra er þörf. Eða getur þú það?
Reyndu að koma auga á: Skósveina, ribbalda, skrýtna hluti og ýmislegt fleira í þessari bók – sem svo sannarlega eflir athyglisgáfu ungra barna og um leið og þau skemmta sér með þessum kynlegu kvistum sem þarna leynast.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2015