Útgáfuteiti þ. 24. nóvember 2016

Nýlega kom út bókin VILJI ER ALLT SEM ÞARF – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur skráð. Af því tilefni verður haldið útgáfuteiti í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00. Þar verður lesið úr bókinni og hún árituð, en einnig verður boðið upp á glæsileg tónlistaratriði: Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi munu syngja. Einsöngvarar eru „óperudrottningin“ Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson og kórstjórar þeir Hákon Leifsson og Hilmar Örn Agnarsson.
Ljúffengar veitingar verða í boði. Allir eru velkomnir.

Bókaútgáfan Hólar og ritnefnd bókarinnar

Laugardagur 19. nóvember 2016
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is