Nýjasta útgáfa Hóla



Fjallaþytur

fjallathyturFjallaþytur, úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar, kemur út þann 13. júlí nk. í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá fæðingu hans, en hann lést í fyrra.  Margar ljóðaperlurnar er hér að finna, sumar alvarlegar en aðrar af léttara taginu – allar þó bráðskemmtilegar.  Þarna er meðal annars að finna allmörg ljóð sem ekki hafa birst áður.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Undir breðans fjöllum

svinafell-kapa.inddUndir breðans fjöllum er ljóðasafn Þorsteins Jóhannssonar (f. 1918, – d. 1998), kennara, skólastjóra og margt fleira, að Svínafelli í Öræfum.  Hann var hagyrðingur og skáld.  Hin viðameiri kvæði hans vitna um þá þekkingu og tök sem hann hafði á skáldskap.  Hefðbundið ljóðform var honum svo tamt og meðfærilegt að vísur urðu oft til með engum fyrirvara hvenær sem tilefni gafst.  Þannig festi hann reynslu sína og æviferil í braglínur, meitlaðar og fágaðar af smekkvísi ljóðunnandans, ýmist fullar af kímni og góðlátlegu gamni eða markaðar af reynslu og íhugun.  Milli línanna má skynja höfundinn, ötulan, ókvalráðan, traustan og hjartahlýjan mann sem ann tungu, sögu, landi og þjóð.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Pétrísk-íslensk orðabók

petrisk-kapa 2010.indd Séra Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum í Reykjavík, hefur í áraraðir safnað orðum sem vel gætu þýtt eitthvað annað en þau í rauninni gera.  Útkoman úr þessu er vægast sagt bráðsmellin og kom það berlega í ljós þegar Bókaútgáfan Hólar gaf út bók eftir sérann, með sama heiti og þessi, fyrir tveimur árum.  Hún seldist upp á skömmum tíma og hefur síðan verið ófáanleg.  Hér er svo ný útgáfa komin með fjölmörgum nýjum orðum og er hún gefin út 5/5 í tilefni af 55 ára afmæli séra Péturs.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Saga Félags járniðnaðarmanna

Saga-jarn-kapa-lowÍ þessari bók er rakin saga Félags járniðnaðarmanna, en 90 ár eru nú liðin frá stofnun þess.  Sagt er frá baráttu félagsins fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, auknum réttindum og þóun málmiðnaðar á 20. öldinni.  Þá sagt frá baráttu kommúnista og hægri manna um yfirráðin í félaginu og er þá fátt eitt nefnt.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Læknir í blíðu og stríðu

pallPáll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi hefur á langri ævi komið víða við og kynnst mörgu og misjöfnu.  Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum.  Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu.  Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar.

Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.  Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson.

Leiðeinandi verð: 5.880-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Vinningshafi í sjöundu og síðustu spurningalotu Hóla

Jæja, þá er sjöundu og síðastu lotunni í JÓLASPURNINGALEIK HÓLA lokið. Vinningshafinn var Kristbjörg Kristmundsdóttir og valdi hún sér bókina FÖNDUR-JÓL. Að auki fékk hún boðsmiða fyrir tvo í Borgarleikhúsið og vonandi hefur það komið sér vel.

Og þá er bara að þakka fyrir frábæra þátttöku í JÓLASPURNINGALEIKNUM!

Miðvikudagur 23. desember 2009

Orrustan um Spán

spaenska_front

Í júlí 1936 gerðu hershöfðingjar, undir forystu Francos, uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar. Uppreisnin varð fljótt að borgarastyrjöld þar sem Franco fékk stuðning Þjóðverja og Ítala en ríkisstjórnin var m.a. studd af erlendum sjálfboðaliðum, þar á meðal Ernest Hemmingway. Þetta er mögnuð bók um hatrömm átök.

Þetta er af mörgum talin besta bókin um borgarastyrjöldina á Spáni og ætti það ekki að koma neinum á óvart, enda er höfundur bókarinnar, Bretinn Antony Beevor, einn allra besti sagnfræðingur veraldar þegar kemur að stríðsátökum.

Leiðbeinandi verð: 5.980.-

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Sá á skjöld hvítan

jon_forsidaJón Böðvarsson er löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja í lifanda lífi. Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hafa hitt þjóðina beint í hjartastað. Enn þreyja menn nú þorrann og góuna við lestur okkar fornu sagna, – Njáll, Grettir og Gissur tala til okkar af endurnýjuðum þrótti og í Sturlungu finnum við samsvörun við átök nútímans. Jón Böðvarsson hefur haldið ótrúlega mörg og fjölmenn fornritanámskeið og farið með þátttakendur í ferðir á fjarlægar slóðir víkinga. Á þeim vettvangi hefur hann unnið frumkvöðlastarf. En Jón er fjarri því allur þar sem hann er séður, í honum búa margir menn, í þessari bók segir og frá skákmanninum, íþróttamanninum, stjórnmálamanninum, kennaranum, skólameistaranum og leiðsögumanninum Jóni Böðvarssyni. Ótal sögur segir hann, sumar græskulausar, aðrar með broddi í. Frá fjölskylduhögum Jóns og vinaböndum greinir einnig.

Jón Böðvarsson er sagnamaður af bestu gerð. Þann eiginleika Jóns nýtir Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur í viðtalsbók þessari. Þau leggja saman og útkoman er lifandi frásögn af lífi og starfi íslenskufræðingsins Jóns Böðvarssonar. Hispurslaus lýsing óvenjulegs manns.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Íslenskar gamansögur 3

islgamansogur3-forsGurrí Haralds hringir í Rannsóknarlögregluna. Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, eru góðglaðir á Þingvöllum. Dávaldur fer á kostum á Norðfirði. Gvendur dúllari gefur vini sínum heilræði í brúðkaupsgjöf. Siggi á Fosshóli ekur í þoku. Össur Skarphéðinsson ætlar í kápu. Svavar Gests rekur á eftir gítarleikara. Sprengju-Tóti rífur úr sér annað augað og Jens Guð situr í hjá leigubílstjóra – með athyglisbrest.

Hvað sagði Ólafur Ragnar aldrei? Vegna hvers er Lilja Mósesdóttir áþjáð? Við hvað var Arnór Hannibalsson hræddur? Og hvaða sjósóknarar dóu ekki ráðalausir í baráttu við franska skútusjómenn?

Í Íslenskum gamansögum 3 er samsafn af sprenghlægilegum gamansögum.

Þar kemur við sögu ekki ómerkara fólk en Gurrí Haralds, Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, Gunnar Finnsson, Ólafur Sigurðsson, skólameistari, Gvendur dúllari, Lúðvík Jósepsson, Sprengju-Tóti, Kristófer Reykdal, Garðar Sigurðsson, Siggi á Fosshóli, Lási kokkur, Arnór Hannibalsson, Lilja Mósesdóttir og Jens Guð. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga hér fram á sviðið.

Íslenskar gamansögur 3 ættu að vera til á hverju heimili.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Papa Jazz

papajazz-forsÆvisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli.

PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is