Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar
Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi. Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita.
Hér segir meðal annars frá:
- giftingu í sandkassa,
- sögulegri heimsókn „lyktandi“ guðfræðinema til Færeyja,
- ýmsum atburðum í lögreglunni,
- jarðarför Gústa guðsmanns sem sjálfur hóf upp raustina í eigin kveðjustund,
- sáttafundum hjóna í ræstikompu,
- fyrstu klukknahringingunni í Grafarvogskirkju – sem ekki var af mannavöldum,
- óvæntri diskóljósamessu.
VILJI ER ALLT SEM ÞARF er bæði bráðskemmtileg og fróðleg bók; kitlar hláturtaugarnar og veitir lesandanum jafnframt innsýn í starf prestsins, sem er fjölbreyttara en margur heldur.
Leiðbeinandi verð: 7.480-.
Útgáfuár: 2016