Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni

VargöldÍsland var eitt mikilvægasta vígi bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var tvísýnust 1940–1942. Hér eru sannar frásagnir sem ófust með einhverjum hætti saman við Ísland. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðsumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykllinn að því að þetta tókst.

Fyrsta sjóorrusta stríðsins átti sér stað undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað.

Mesti skipsskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands.

Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar með miklu manntjóni.

Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á æskuárum sínum.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Útgáfuár: 2017
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Bækur, Sagnfræði, Bækur, Stríð

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is