Nýjasta útgáfa HólaNorðfjarðarsaga II

nordfjardarsaga_ii_i

Í Norðfjarðarsögu II (sem er tvö bindi) er fjallað um sögu byggðarinnar við Norðfjörð á tímabilinu 1895-1929 og helgast það af tvennum tímamótum; fyrrnefnda árið var löggiltur verslunarstaður á Nesi, en það síðarnefndaöðlaðist Nes kaupstaðarréttindi.

Fjöldi mynda og korta prýðir bækurnar sem skrifaðar eru af hinum alkunna fræðimanni, kennara og stjórnmálamanni, Smára Geirssyni.  Hann er Norðfirðingur í húð og hár og hefur áður skrifað bækur um sína heimabyggð og reyndar fleira.

Allir sem áhuga hafa á byggðasögu og sögu Norðfjarðar ættu að njóta þess vel að lesa Norðfjarðarsögu II.

Leiðbeinandi verð: 16.900-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2009

Norðfjarðarbók

nordfjardarbok

Hér má finna gríðarlega mikinn fróðleik, sem samanstendur af þjóðsögum, sögnum og örnefnaskrám, úr austustu byggð landsins, Norðfjarðarhreppi hinum forna.  Sögusviðið eru allir hlutar þessa forna sveitarfélags: Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Suðurbæir og Sandvík.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Síldarvinnslan hf

sildarvinnslanHér er brugðið upp svipmyndum úr hálfrar aldar sögu þessa norðfirska fyrirtækis.  Það var stofnað árið 1957 og reisti í upphafi síldarverksmiðju og hóf að reka hana, en áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og hafði með höndum útgerð og fjölþætta fiskvinnslustarfsemi.

Uppseld.

Útgáfuár: 2007

Norðfjarðarsaga I

nordfjardarsaga_i

Norðfjarðarsaga I spannar það frá upphafi byggðar í firðinum og fram til 1895.  Greint er frá landsháttum, atvinnuháttum, verslunarmálum, félagsmálum og málefnum kirkjunnar, auk þróunar byggðar og upphafi þéttbýlismyndunar á Nesi. Fjölmargar myndir og kort prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 7.900-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2006

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is