Nýjasta útgáfa Hóla



Saga Sveinafélags skipasmiða 1936-1983

saga_sveinafel_fors-72

Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur, sem var sameiginlegt félag meistara og sveina, var stofnað árið 1934.  Fljótlega sáu skipasmíðasveinar að það fyrirkomulag hentaði þeim ekki og tveimur árum síðar stofnuðu þeir eigið stéttarfélag, Sveinafélag skipasmiða.  Félagið hóf þegar baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum réttindum, en ekki síður eflingu innlendra skipasmíða.

Í þessari bók er rakin saga Sveinafélagsins, sem spannar frá 1936 til 1983, en ári síðar sameinaðist það Félagi járniðnaðarmanna.  Það félag sameinaðist síðan Vélstjórafélagi Íslands í Félag vélstjóra og málmtæknimanna – VM.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2014

Ljóðstafaleikur

ljóðstafaleikur-fors-litilGlæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði.  Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2014

Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár

Brot úr byggðarsögur-kapa

Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.

Leiðbeinandi verð: 8.980-.

Útgáfuár: 2013

Von-saga Amal Tamimi

amal_forsida

Amal Tamimi er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu. Hún var 7 ára þegar stríðið skall á, 13 ára var hún fangelsuð af Ísraelsmönnum vegna grjótkasts, 16 ára var hún gift. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eiginmanns síns og fór með börnin sín fimm til Íslands. Flóttinn var ævintýralegur og Amal hræddist um líf sitt. Nafn Amal merkir von. Von Amal hefur ávallt verið að komið sé fram við hana og alla aðra eins og manneskjur. Af virðingu og væntumþykju.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2013

Húmör í Hafnarfirði

húmor í hafnarfirði-kapa

Smávaxnir Hafnfirðingar með Leif Garðars, Þóri Jónsson, Halla í Botnleðju, Leif Helga, Viðar Halldórs og Óla Dan bera höfuðið hátt þrátt fyrir smæðina. Hörður Magnússon gáir til veðurs. Gísli pól umkringir mann. Kennarar við Flensborgarskólann skreppa í bíó og hafa með sér rauðvínskút.  Þórður Þórðarson boðar „strand á Dansgötunni“. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson lýsir starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar. Gummi Valda mætir draghaltur til vinnu. Hildur Guðmundsdóttir biður nemanda sinn að bíta á jaxlinn. Maggi Óla fer á sjó. Geir Gunnarsson neitar. Adolf Björnsson týnist og Ingileif Ólafsdóttir pantar hangikjöt.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2013

Skagfirskar skemmtisögur 3 – Enn meira fjör!

skagfirsk3 kapa3

Gamansemi Skagfirðinga er óþrjótandi sagnabrunnur. Hér eru óborganlegar sögur af m.a. Bjarna Har, Halla í Enni, Friðriki á Svaðastöðum, Dúdda á Skörðugili, Bjarna Marons, Pálma Rögnvalds og Álftagerðisbræðrum og sveitungum þeirra. Einnig af Jóni Drangeyjarjarli, Birni í Bæ, Ýtu-Kela, Binna Júlla, Jóhanni í Kúskerpi, Marka-Leifa, Sigga í Vík, Gunna Rögnvalds, Siggu á Eyrarlandi og fyndnum Fljótamönnum. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem hér stíga á stokk.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2013

Sir Alex – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013

Sir Alex-kapa

Einstök saga Ferguson-tímans hjá Manchester United er viðfangsefni þessarar bókar og ekki vantar stórsjörnurnar: Cantona, Schmeichel, Solskjær, Keane, Ronaldo, Rooney, Beckham, Ferdinand,  Scholes. Vidic, Giggs og Van Persie og eru þá fáir nefndir.  Á bak við þetta stóð svo arkitektinn að öllum ævintýrunum, Sir Alex Ferguson.  Frábær fótboltabók – stútfull af snilldartilþrifum, ruddalegum tæklingum, rauðum spjöldum og alls kyns fótboltakryddi.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2013

Allir krakkarnir 2

Allir_krakkarnir-kapa_litilÞessi bók inniheldur hefðbundið nafnarím, bæði kærleiksríkt og kvikindislegt, vel á sjötta hundrað talsins.  Fyrri bókin, Allir krakkarnir, kom út árið 1993 og seldist fljótlega upp.  Hér er loks komin út ný bók með enn meira nafnarími. Samkvæmt hefðinni hefst meirihlutinn á orðunum „Allir krakkarnir“ og svo þarf rímið að vera sterkt og einnig þarf húmorinn oftar en ekki að vera svartur og kaldhæðinn.

Hér er hægt að skoða sýnishorn af bókinni: issuu.com/gunnarkr/docs/allir_krakkarnir2-synishorn

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Útgáfuár: 2013

100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa

kapa-KHB-fors

Kaupfélag Héraðsbúa, sem stofnað var árið 1909, á sér merka sögu. Það var á löngu tímabili burðarás í austfirsku atvinnulífi með mikla starfsemi bæði á Héraði og niðri á fjörðum en með breyttum viðskiptaháttum og samfélagsþróun í lok 20. aldar tók að fjara undan því. Hér rekur Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra,  aldarsögu þessa merkilega samvinnufélags og tekur ýmsa króka til að gera frásögnina jafnt skemmtilega sem fræðandi.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2013

Allt upp á borðið

Allt upp á borðið -kápa

Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku rifjar hér upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli.  Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

Útgáfuár: 2013
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is