
Nýjasta útgáfa Hóla
Klénsmiðurinn á Kjörvogi
Þorsteinn Þorleifsson (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði iðn sína alla tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku og búskap. Einnig var hann liðtækur við lækningar og tók á móti börnum. Saga hans er því svo sannarlega forvitnileg.
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Uppseld.
Fótboltaspurningar
Í þessari bók er í orðsins fyllstu merkingu farið út um víðan völl og þá auðvitað fótboltavöll. Spurt er um íslensk lið og leikmenn, stórstjörnur, knattspyrnustjóra og lið hér og þar í heiminum – og fleira til. Hvert var fyrsta atvinnumannalið Gylfa Þórs Sigurðssonar? Með hvaða liði lék Daniel Sturridge áður en hann var seldur til Liverpool? Hverrar þjóðar er Edison Cavani? Hvert af landsliðunum á HM 2014 er oft kallað Prinsarnir frá Persíu? Hvers konar fugl má finna í merki Norwich? Hvaðan er Einherji? Þetta og margt fleira fyrir knattspyrnuunnendur og hina líka, eða hvað?
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Útgáfuár: 2014Spurningabókin 2014
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar. Hvað kallast þurrkuð plóma? Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr eða maður? Hver eru grimmustu farartækin? Hvaða mynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún myndi „brenna hjarta þitt“? Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2014Bestu barnabrandararnir-frábærlega fyndnir
Nítjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki er komin út. Í henni eru brjálæðislega góðir brandarar sem henta hvar og hvenær sem er og spyrja ekki að aldri, enda hafa hinir eldri ekki síður þörf fyrir eitthvað skoplegt og uppörvandi en þau sem yngri eru.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2014Örnefni í Mjóafirði
Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði hafði lengi fyrirhugað að Örnefni í Mjóafirði yrði síðasta bók hans og var ætlunin að hún kæmi út á 100 ára afmæli hans, þ. 20. september 2014. Reyndar hafði hann sjálfur sagt að annaðhvort yrði þetta afmælisrit eða minningarrit og því miður fór það svo að hið síðarnefnda varð niðurstaðan. Vilhjálmur lést 14. júní, eða rúmlega tveimur mánuðum fyrir aldarafmæli sitt. Þá hafði hann nýlokið við að fara yfir síðustu próförkina af bókinni og því gat hann farið nokkuð nærri um endanlega útkomu.
Umrædd bók, Örnefni í Mjóafirði, kemur út á fyrrnefndri dagsetningu, þ.e. þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu Vilhjálms, og verður vafalítið fróðleiksbrunnur öllum þeim sem sækja Mjóafjörð heim og dvelja þar um lengri og skemmri tíma. Einnig þeim sem áhuga hafa á íslenskri náttúru og sögnum sem henni tengjast. Meginefni bókarinnar er vönduð örnefnaskrá heimabyggðar hans, sem og þjóðsögur, frásagnir af ýmsu tagi svo og fróðleikur sem tengist örnefnunum. Örnefnaskránni fylgja 30 litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á, auk fjölda annarra mynda.
Örnefni í Mjóafirði er sannarlega glæstur endapunktur á hinu mikla starfi sem Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku vann í þágu Mjóafjarðar sem og þjóðfræði í víðum skilningi þess orðs.
Leiðbeinandi verð: 6.480-.
Útgáfuár: 2014Hraun í Öxnadal
Hraun í Öxnadal er ein af nafnkunnustu bújörðum á landinu. Það er ekki síst vegna þess hve fagurt er þar heim að líta, en Drangafjall og Hraundrangi gnæfa í baksýn. Einnig er Hraun í Öxnadal nafnkunnugt vegna þess að þar fæddist árið 1807 þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.
Bók þessi fjallar mest um umhverfi og náttúru Öxnadals og þá aðallega náttúru jarðarinnar Hrauns, bæði jarðfræði og lífverur. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um 18 gönguleiðir á svæðinu. Fjölmörg kort og margar ljósmyndir prýða bókina sem er 286 blaðsíður að lengd.
Höfundur bókarinnar er Bjarni E. Guðleifsson en hann hefur áður skrifað fjölmargar útivistar- og náttúrubækur, m.a. Á fjallatindum og Svarfaðardalsfjöll.
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Útgáfuár: 2014Saga Sveinafélags skipasmiða 1936-1983
Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur, sem var sameiginlegt félag meistara og sveina, var stofnað árið 1934. Fljótlega sáu skipasmíðasveinar að það fyrirkomulag hentaði þeim ekki og tveimur árum síðar stofnuðu þeir eigið stéttarfélag, Sveinafélag skipasmiða. Félagið hóf þegar baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum réttindum, en ekki síður eflingu innlendra skipasmíða.
Í þessari bók er rakin saga Sveinafélagsins, sem spannar frá 1936 til 1983, en ári síðar sameinaðist það Félagi járniðnaðarmanna. Það félag sameinaðist síðan Vélstjórafélagi Íslands í Félag vélstjóra og málmtæknimanna – VM.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2014Ljóðstafaleikur
Glæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði. Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2014Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár
Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Útgáfuár: 2013Von-saga Amal Tamimi
Amal Tamimi er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu. Hún var 7 ára þegar stríðið skall á, 13 ára var hún fangelsuð af Ísraelsmönnum vegna grjótkasts, 16 ára var hún gift. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eiginmanns síns og fór með börnin sín fimm til Íslands. Flóttinn var ævintýralegur og Amal hræddist um líf sitt. Nafn Amal merkir von. Von Amal hefur ávallt verið að komið sé fram við hana og alla aðra eins og manneskjur. Af virðingu og væntumþykju.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Útgáfuár: 2013