Leitin að landinu góða

leitin_ad

Jón Jónsson hét maður og var fæddur á Mýri í Bárðardal 1851. Kona hans var Kristjana Jónsdóttir frá Leifsstöðum í Kaupangsveit. Jón og Kristjana bjuggu á Mýri í Bárðardal frá árinu 1879 og eignuðust 11 börn sem upp komust. Vorið 1900 lést Kristjana í taugaveikifaraldri sem þá gekk í Bárðardal. Yngsta barnið var þá aðeins ársgamalt. Upp úr því, árið 1903, flutti Jón vestur til Kanada með öll börn sín nema elstu dótturina Aðalbjörgu, sem tók við búi hans á Mýri. Maður hennar var Jón Karlsson frá Stóruvöllum í Bárðardal. Jón gerðist fyrst landnemi í suðvestur \Manitoba, en tók sig enn upp vorið 1906 og fluttist vestur til Vatnabyggða í Saskathchewan. Þar voru hans heimkynni til dauðadags árið 1935.

Öll ár sín vestanhafs skrifaði Jón reglulega heim til Íslands, mest til dóttur sinnar og tengdasonar á Mýri, og er bréfasafn hans óhemjumikið að vöxtum. Þar segir hann fréttir af fólkinu í Vesturheimi og hefur uppi hugleiðingar um hvað kæmi Íslandi best, einkum íslenskum bændum. Hann var áfram um að kenna mönnum nýja tækni, en samtímis hafði hann þungar áhyggjur af pólitísku ástandi í heiminum. Bréf hans eru uppistaða þessarar bókar og eru þau magnaður vitnisburður um íslenska alþýðumenningu og íslenska alþjóðahyggju.

Uppseld.

Útgáfuár: 2006
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is