Handknattleiksbókin I-II
Í þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi. Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010. Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin. Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna. Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.
Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.
Leiðbeinandi verð: 18.900-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012