D-dagur – orrustan um Normandí
Flugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni. Í dagrenningu var stærsti innrásarfloti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerðum, kominn að ströndum Frakklands. Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vændum var.
Áhugamenn um veraldarsöguna láta þetta meistaraverk ekki fram hjá sér fara. Breski stríðssagnfræðingurinn Antony Beevor hefur unnið gríðarlegt þrekvirki við samantekt þessarar bókar sem vakið hefur mikla athygli um veröld víða.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010