Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

Föstudagur 11. júlí 2014

Þann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig  kort,  litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.

Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978.  Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína.  Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.

Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.

Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is eða í síma. 587-2619.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Sigurður dýralæknir – afmælisrit

Fimmtudagur 10. apríl 2014

Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans.  Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og yrkir hann næstum jafnhratt og aðrir menn tala.

Í fyrrnefndum afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr. 6.480- m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu brynjar@holabok.is og í síma 698-6919.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Spurningabókin 2014

Föstudagur 21. febrúar 2014

Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól.  Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin fáið þið ekki – fyrr en í bókinni góðu:
Hvað kallast þurrkuð plóma?
Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr né maður?
Hvaða leikmaður Liverpool fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í apríl 2013?
Hvaða sveitarfélagi tilheyrir Keflavík?
Hvert er listamannsnafn tónlistamannsins Armando Christian Pérez?
Hver eru grimmustu farartækin?
Hvaða teiknimynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún „myndi bræða hjarta þitt“?

Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól.  Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin fáið þið ekki – fyrr en í bókinni góðu:

Hvað kallast þurrkuð plóma?
Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr né maður?
Hvaða leikmaður Liverpool fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í apríl 2013?
Hvaða sveitarfélagi tilheyrir Keflavík?
Hvert er listamannsnafn tónlistamannsins Armando Christian Pérez?
Hver eru grimmustu farartækin?
Hvaða teiknimynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún „myndi bræða hjarta þitt“?
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Jólakveðja!

Mánudagur 23. desember 2013

Bókaútgáfan Hólar þakkar öllum þeim sem komið hafa nálægt útgáfunni á einn eða annan hátt gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðinu ári.  Þá sendir útgáfan einnig kærar jólakveðjur til þeirra fjölmörgu sem keypt hafa bækur hennar og auðvitað fá hinir jólakveðjur líka. Og … göngum hægt um gleðinnar dyr og gleðjumst áfram saman á næsta ári.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Fangelsuð af Ísraelsmönnum!

Sunnudagur 24. nóvember 2013

Á facebook-síðu Bókaútgáfunnar Hóla geturðu lesið einn kafla úr hinni mögnuðu bók Von – saga Amal Tamimi. Kaflinn fjallar um það þegar hún var handtekin af Ísraelsmönnum.  Endilega lesið.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Gullin ský – 1. prentun uppseld!

Sunnudagur 24. nóvember 2013

1. prentun af bókinni Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur er uppseld.  2. prentun væntanleg.  Þökkum frábærar viðtökur á þessari yndislegu bók.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Útgáfuteiti

Þriðjudagur 19. nóvember 2013

Næsta fimmtudag, þann 21. nóv., klukkan 17:00 verður lesið upp úr bókinni HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI í Eymundsson-búðinni við Strandgötu.  Þar mun höfundurinn, Ingvar Viktorsson, fara á kostum eins og honum einum er lagið og fleiri munu auk þess stíga fram og segja gamansögur af Hafnfirðingum.  Af nógu er að taka.  Þeir sem það vilja geta svo fengið bókina áritaða.

Láttu sjá þig!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Afmæli á Grund

Fimmtudagur 7. nóvember 2013

Grund fagnaði 91. árs afmæli fyrir stuttu af var Helena Eyjólfsdóttir sótt norður til Akureyrar til að skemmta vistmönnum, starfsmönnum og gestum Grundar af því tilefni.  Á eftirfarandi slóð má sjá brot úr veislunni (ath. söngur Helenu er aftarlega á slóðinni): http://grund.is/index.php/8-frettir/61-helena-eyjolfsdottir-afmaelisgestur

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Stuð í Súlnasalnum

Þriðjudagur 5. nóvember 2013

Gullin ský er heiti á ævisögu söngkonunnar vinsælu, Helenu Eyjólfsdóttur.  Í tilefni af útkomu hennar mun Helena á laugardagskvöldið næstkomandi stíg á svið ásamt stórhljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu og rifja þar upp glæstan söngferil sinn í tali og tónum.  Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og síðan verður ball á eftir.  Bók hennar verður til sölu á staðnum og því geta menn sótt bæði næringu til sálar og líkama í Súlnasalinn á laugardagskvöldið.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Ótrúlegt en satt!

Fimmtudagur 31. október 2013

Það er erfitt að trúa því, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi.  Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út vandað afmælisrit honum til heiðurs.  Það verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans, allt frá grafalvarlegum kveðskap yfir í gamansaman.

Aftast í ritinu verður heillaóskaskrá.  Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið sitt birt og um leið sent afmælisbarninu kveðju. Verð þess er kr. 5.480- og er sendingargjald innifalið. Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 og í netfanginu holar@holabok.is en útgefandi hennar er Bókaútgáfan Hólar.

F.h. ritnefndar

Þórður Helgason

Sigurður Sigurðarson

Bjarki Karlsson

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is