Veganúar er hafinn

Fimmtudagur 2. janúar 2020

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð höfum við flest sett okkur nýjar stefnur og markmið sem munu hjálpa okkur við að halda ótrauð inn í nýjan áratug. Fyrir mörg okkar er erfitt að halda í við þau enda eru væntingarnar oftar en ekki úr takti við raunveruleikann, en Bókaútgáfan Hólar fann hinn gullna meðalveg með alheimsútgáfu á bókinni, VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS, eftir þær Rose Glover og Laura Nickoll.

Nú í janúar, mánuðinum sem er orðinn betur þekktur undir heitinu Veganúar, er fátt betra en að ná sér í eintak af umræddri bók og kynna sér grænkera-lífstílinn og hvað hann getur gert til þess að efla bæði heilsu og hamingju.

Í bókinni VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS er farið yfir þau lífsnauðsynlegu efni sem er að finna í jurtaríkinu sem eiga ávallt að vera partur af mataræðinu og sömuleiðis er kynnt fyrir okkur hvaða áhrif þau hafa. Einnig má þar finna girnilegar uppskriftir og sniðug fróðleikskorn sem allir geta nýtt sér í matargerð sinni.

 

 

 

 

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Gleðileg jól!

Laugardagur 21. desember 2019

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og spillingalauss komandi árs! Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur á bókum okkar á árinu sem senn er að líða. Vonandi njótið þið þeirra um hátíðarnar og lengi þar á eftir.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Sunnudagur 17. nóvember 2019

Aug.Erna 2019

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Siddi gull 85 ára

Sunnudagur 15. september 2019

Þann 8. mars 2020 á Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður – Siddi gull, 85 ára afmæli.  Þann dag kemur út á vegum Bókaútgáfunnar Hóla bók um hann, Siddi gull, skráð af Guðjóni Inga Eiríkssyni, og er hún í senn er æviminningar hans og afmælisrit.

Þetta er saga mikils baráttumanns, sem margt hefur mátt þola, en ávallt látið erfiðleikana efla sig og aldrei er húmorinn langt undan, eins og lesendur munu glöggt sjá við lestur bókarinnar.

Aftast í bókinni verður svokölluð „Heillaóskaskrá“ og þar getur fólk óskað Sigmari – Sidda gull – heilla og jafnframt skráð sig fyrir áskrift að bókinni. Verð hennar með vsk og sendingargjaldi verður 7.500 og greiðist fyrir 15 október nk. (krafa stofnuð í heimabanka eða greiðsluseðill verður sendur). Hægt er að skrá sig á netfangið holar@holabok.is eða í síma 557-5270.

Bókin verður svo send viðkomandi áskrifanda á útgáfudaginn (afmælisdaginn).  Að sjálfsögðu geta hjón/feðgin/mæðgin og systkin skráð sig saman fyrir einni bók.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Bjarni E. Guðleifsson látinn

Mánudagur 9. september 2019

Síðastliðinn laugardag, þann 7. september, lést Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur, fjallgöngugarpur og rithöfundur, 77 ára að aldri.  Hann var höfundur fjölmargra bóka sem Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út og má þar nefna Úr útiverunni, Á fjallatindum og sú allra nýjasta, Náttúruþankar (meðhöfundur er dóttir hans, Brynhildur), sem kom úr prentsmiðju aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans.

Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og um leið og ég votta ættingjum hans samúð mína.

Guðjón Ingi Eiríksson

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Hvítabirnirnir tilnefndir …!

Miðvikudagur 23. janúar 2019

Bókin magnaða, Hvítabirnir á Íslandi, eftir Rósu Rut Þórisdóttur var í dag tilnefnd til Viðurkenninga Hagþenkis í flokki fræðirita sem út komu árið 2018.  Sannarlega ánægjuleg tíðindi á þessum fallega janúardegi og til hamingju með áfangann, kæra Rósa.  Hvítabirnir

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Jólakveðja 2018

Föstudagur 21. desember 2018

Bókaútgáfan Hólar þakkar fyrir frábærar viðtökur á útgáfubókum sínum nú í ár og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.  Vonar auðvitað um leið að sem flestir hafi tök á því að líta í bók/bækur um hátíðarnar.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Hvítabirnir

Miðvikudagur 12. desember 2018

Hvernig myndi þér líða ef þú stæðir allt í einu andspænis hvítabirni? Þetta hafa sumir Íslendingar illu heilli þurft að gera og ekki allir lifað það af.

Í bókinni Hvítabirnir á Íslandi er sagt frá landgöngum þessara grimmu skepna allt frá landnámsöld til okkar daga.  Vitað er til þess að þær hafi drepið 30 manns, en stundum hafði þó mannskepnan betur og oft var slóðin blóði drifin eftir þær viðureignir.

Hvítabirnir á Íslandi – mögnuð bók sem þú verður að lesa!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Gleðileg jól

Sunnudagur 24. desember 2017

Bókaútgáfan Hólar færir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og vonar að allir eigi góðar bókastundir um hátíðirnar – og auðvitað þar á eftir einnig.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Magnús Þór kynnir Vargöldina

Föstudagur 10. nóvember 2017

Hér má heyra Magnús Þór Hafsteinsson kynna og lesa upp úr nýjustu bók sinni, Vargöld á vígaslóð: http://utvarpsaga.is/inc/uploads/j%C3%B3lab%C3%A6kur-10.11.17.mp3

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is