Siddi gull 85 ára

Þann 8. mars 2020 á Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður – Siddi gull, 85 ára afmæli.  Þann dag kemur út á vegum Bókaútgáfunnar Hóla bók um hann, Siddi gull, skráð af Guðjóni Inga Eiríkssyni, og er hún í senn er æviminningar hans og afmælisrit.

Þetta er saga mikils baráttumanns, sem margt hefur mátt þola, en ávallt látið erfiðleikana efla sig og aldrei er húmorinn langt undan, eins og lesendur munu glöggt sjá við lestur bókarinnar.

Aftast í bókinni verður svokölluð „Heillaóskaskrá“ og þar getur fólk óskað Sigmari – Sidda gull – heilla og jafnframt skráð sig fyrir áskrift að bókinni. Verð hennar með vsk og sendingargjaldi verður 7.500 og greiðist fyrir 15 október nk. (krafa stofnuð í heimabanka eða greiðsluseðill verður sendur). Hægt er að skrá sig á netfangið holar@holabok.is eða í síma 557-5270.

Bókin verður svo send viðkomandi áskrifanda á útgáfudaginn (afmælisdaginn).  Að sjálfsögðu geta hjón/feðgin/mæðgin og systkin skráð sig saman fyrir einni bók.

Sunnudagur 15. september 2019
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is