Stalíngrad – kiljuútgáfa

Útgáfuár: 2008

stalingradOrrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Fullt verð: 1.980-.

Tilboðsverð: 990-.


Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Stalíngrad

Útgáfuár: 2007

stalingrad

Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Uppseld. Kiljuútgáfa enn fáanleg, sjá bækur útgefnar 2008.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Njósnari í Þýskalandi nasista?

Útgáfuár: 2007

njosnari_i_thyskaOlga Tsékova fór frá Rússlandi til Þýskalands og gerðist þar kvikmyndaleikkona.  Hún var í miklu uppáhaldi hjá nasistum, ekki síst Hitler, en vann með leynd fyrir rússnesku leyniþjónustuna.  Þetta er saga af ótrúlegu hugrekki, hugsjónum, ótta, sjálfsfórnum og svikum

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Tilboðsverð: 990-.

Efnisflokkun: Stríð, Ævisögur og endurminningar

Fall Berlínar 1945

Útgáfuár: 2006

fall_berlinarFall Berlínar 1945 er einstök bók um hrikaleg lok síðari heimsstyrjaldarinnar og örlög þúsund ára ríkis Hitlers. Antony Beevor, einn þekktasti sagnfræðingur okkar tíma, lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Ragnarök

Útgáfuár: 2005

ragnarokBráðskemmtileg og fræðandi bók um orusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur Heimisson er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Hér sannast orðsporið.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Hitler og seinni heimsstyrjöldin

Útgáfuár: 2002

hitlerEkkert sagnfræðirit hefur vakið jafnmiklar og harðvítugar deilur og þessi bók þekktasta sagnfræðings Englendinga, A. J. P. Taylors, um Hitler og rætur seinni heimsstyrjaldar. Taylor hefur verið sakaður um að hvítþvo Hitler. Sjálfur segist hann hafa skrifað þessa bók til að svala forvitni sinni en til þess hafi hann orðið að horfa framhjá lífseigum goðsögnum um heimsstyrjöldina síðari. Um þetta rit segir Þór Whitehead að enginn sem vilji kynna sér uppruna ófriðarins geti ,,leyft sér að láta það framhjá sér fara“.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Dagbók Anne Frank

Útgáfuár: 1999

dagbok_afDagbók Anne Frank kemur nú í fyrsta skipti út óritskoðuð á Íslandi.  Allir kaflarnir, sem faðir Anne kaus að sleppa í fyrri útgáfum, eru hér með.  Fyrir vikið verður til einstæð og sönn þroskasaga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, stríði unglingsins við foreldra sína, sérstaklega móðurina, og vaxandi einsemd táningsins í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar.

Að Biblíunni undanskilinni hefur engin bók selst í fleiri eintökum en Dagbók Anne Frank.

Uppseld.

Efnisflokkun: Stríð, Ævisögur og endurminningar

Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði

Útgáfuár: 1991

hernamsarinAkureyri er þungamiðja þessarar frásagnar.  Fjallað er breska setuliðið sem þangað kom og síðan hið bandaríska.  Hin viðkvæmustu mál eru reifuð svo sem ástandið og nasisminn, Bretavinnan og njósnaveiðar hernámsliðsins.

Uppseld.

Tengsl: , Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is