Svarfaðardalsfjöll
Útgáfuár: 2011
Svarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi. Að einhverju leyti skapast það af því að dalurinn og afdalur hans eru umkringdir sérlega fallegum en jafnframt hrikalegum fjöllum. Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan. Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum. Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu. Í bókinni er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einnig með 138 myndum og 18 kortum. Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafnkennd á kortunum.
Höfundur bókarinnar er göngugarpurinn og náttúrufræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann hefur stundað fjallgöngur um árabil og skrifað um það bók, Á fjallatindum, sem var hið vandaðasta verk í alla staði. Þessi bók er ekki síðri, hún er afar smekkleg í alla staði og kjörgripur þeirra sem áhuga hafa á fjallgöngum og náttúru Íslands.
Leiðbeinandi verð: 4.980-.
Uppseld.
Á fjallatindum
Útgáfuár: 2009
Í þessari glæsilegu bók lýsir fjallagarpurinn og náttúrufræðingurinn, Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Eyjafirði gönguferðum á hæsta fjall í hverri sýslu landsins – og fimm betur (hvernig skyldi standa á því? Svarið finnurðu í bókinni). Fjöldi mynda og korta prýðir bókina, auk sagna og kveðskapar.
Leiðbeinandi verð: 4.980-.
Uppseld.
Náttúruskoðarinn III: Úr steinaríkinu
Útgáfuár: 2007
Í þessari þriðju og síðustu bók í bókaflokknum Náttúruskoðarinn er fjallað um víðfeðmasta og viðamesta ríki náttúrunnar, steinaríkið (hinar bækurnar í bókaflokknum heita Úr dýraríkinu og Úr jurtaríkinu). Ekki er um að ræða kennslubók um steina, heldur auðlesinn texta og vangaveltur um ýmsa stóra og smáa þætti úr steinaríkinu svo sem veður, hús, vélar, raforku, álver, kot, hraun og Tröllaskaga. Einnig eru í bókinni teikningar og ljóð tengd hverju viðfangsefni og í sumum tilvikum líka töflur og kort.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Náttúruskoðarinn II: Úr jurtaríkinu
Útgáfuár: 2006
Þetta er önnur bókin í bókaflokknum Náttúruskoðarinn (sú fyrsta heitir Úr dýraríkinu). Hér er víða komð við og fjallað í einföldum og auðskiljanlegum texta um jurtalíf, vilijurtir og nytjajurtir
Uppseld.
Örnólfsbók
Útgáfuár: 2006
Afmælisrit tileinkað Örnólfi Thorlacius, fyrrum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, 75 ára.
Leiðbeinandi verð: 4.900-.
Uppseld.
Náttúruskoðarinn I: Úr dýraríkinu
Útgáfuár: 2005
Í þessari fyrstu bók í bókaflokknum Náttúruskoðarinn er fjallað um húsdýrin okkar, fugla, dýr í sjó og vatni, mold og gróðri. Heillandi bók um dýrin í kringum okkur.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Uppseld.