Bestu barnabrandararnir – sjúklega fyndnir

Útgáfuár: 2003

bb_sjuklegaÞær gerast ekki skemmtilegri en bækurnar í þessum bókaflokki (Bestu barnabrandararnir) og þessi er þar engin undantekning.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Gamansögur

Lyginni líkast

Útgáfuár: 2003

lyginniAf íslenskum ýkjumönnum sem sögðu sögur af sömu list og Münchausen. Fjöldi íslenskra sagnamanna stígur fram. Frásagnargáfan er stórkostleg. Gísli Jónsson menntaskólakennari segir lífssögu Jóns Skrikks. Austfirðingurinn Sögu-Guðmundur sker í þokuna. Gunnar Jónsson á Fossvöllum segist aldrei hafa sagt ósatt orð á ævi sinni og er verðlaunaður fyrir.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gamansögur, Íslenskur fróðleikur

Afsakið – hlé

Útgáfuár: 2003

afsakid_hleFyndnasta bók ársins. Sorglegasta bók ársins. Lygilegasta bók ársins. Bókin sem þú verður að lesa. Hinn kynþokkafulli Logi Bergmann, Jón Ársæll, Sigmundur Ernir, Þór Jónsson, Stefán Jón Hafstein, Arnar Björnsson og ótal fleiri fjölmiðlamenn birtast hér á sínum bestu stundum – og sínum verstu.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gamansögur

Bestu barnabrandararnir – mega bögg

Útgáfuár: 2002

bb_megaboggÞessi bók kitlar hláturtaugarnar  eins og við mátti búast.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Gamansögur

Í fréttum er þetta helst

Útgáfuár: 2002

i_frettum_erFjöldi mismæla í beinni útsendingu, klúðurslegar blaðauglýsingar, fyrirsagnir, fréttagreinar; hér er allt þetta og meira til! Ómar Ragnarsson situr í settinu – með settið bert. Þorgeir Ástvalds finnur 400 ára gamla íkorna. Ragnheiður Ásta syngur með Pavarotti. Ævar Kjartansson auglýsir svínarí. Þorgrímur Gestsson eltir forsetann. Agnes Braga hrellir Jónas Haralz. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – stígur ekki feilnótu, Ingólfur Hannesson lýsir 4×400 metra stangarstökki og Sigmundur Ernir minnir á ellefu fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30. Allt þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem þú – já, þú – verður að lesa.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Uppseld

Efnisflokkun: Gamansögur

Með lífið í lúkunum

Útgáfuár: 2001

med_lifid_i_lukunumÓlafur Ólafsson, landlæknir þjóðarinnar, fær kveðju í Óskalögum sjúklinga, Pétri Péturssyni verður orðfall, Ólafur Halldórsson vill frið í viðtalstímum, Guðmundur Hannesson og Guðmundur Björnsson tala í kapp við Guðmund Karl og Úlfar Þórðarson bregður á leik.  Lýður Árnason lætur gamminn geisa, Einar Ástráðsson gefst ekki upp og Bjarni Rafnar lætur sig dreyma.  Eru þá einungis örfáir nefndir af hetjum hvíta sloppsins sem hér koma við sögu.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gamansögur

Bestu barnabrandararnir – algjört æði

Útgáfuár: 2001

bb_algjortaediGrín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Gamansögur

Kæri kjósandi

Útgáfuár: 2000

kaeri_kjosandiHér stíga a stokk ekki ómerkari höfuðsnillingar en Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Blöndal, Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur jaki Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon, Albert Guðmundsson, Árni Johnsen, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjálmar Árnason, Stefán Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Davíð Oddsson, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson og eru þá fáir nefndir.

Hvaða ráðherra sagði: Það er með sönginn eins og kynlífið, maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega góður til að hafa gaman af?

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Gamansögur

Bestu barnabrandararnir – geggjað grín

Útgáfuár: 2000

bb_geggjad_grinBrjálæðislega góðir brandarar á hverri síðu.  Eitthvað fyrir þig – og alla hina.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Gamansögur

Já, ráðherra

Útgáfuár: 1999

ja_radherraDavíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Árni Johnsen, Matthías Bjarnason, Einar Oddur Kristjánsson, Halldór Blöndal, Stefán Jónsson, Ólafur Thors, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Jón Baldvin Hannibalsson og allir hinir láta hér gamminn geisa svo um munar.

Hver varð ráðherra fyrir misskilning?

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Gamansögur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is