Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
Útgáfuár: 2007
Í þessari bók stíga fjölmargir Vestmannaeyingar á stokk og láta mikið að sér kveða. Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöðum slær máli á látna – og lifandi, Nýja í Suðurgarði fær undarlega sprautu frá Einari lækni og Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl. Stúkumaðurinn Tóti í Berjanesi fær sér einn lítinn, Bjarnhéðinn Elíasson flaggar og kona hans, Ingibjörg Johnsen, geymir jólaveltu blómabúðarinnar á óvenjulegum stað. Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri og Óli Gränz lætur taka af sér fermingarmynd þótt langt sé um liðið síðan hann fermdist. Bogi í Eyjabúð fær gos, Gísli Óskarsson reiðist í símann og séra Bára veldur vonbrigðum.
Uppseld.
Án lyfseðils
Útgáfuár: 2006
Gamansögur af læknum, hjúkrunarfólki og sjúklingum. Magnaðar sögur sem koma öllum í gott skap. Bjarni Jónasson læknir tók bókina saman og sýnir hér og sannar að doktorar hafa næmt auga fyrir hinu skoplega, ekki síður en táknmynd þeirra, Saxi læknir.
Hvað kallast hröð fæðing? Jú, ÓÐAGOT!
Uppseld.
Suðurnesjaskop
Útgáfuár: 2006
Dagbjartur útgerðarmaður á sjö áhugamál, Arinbjörn læknir skrifar undir allt og Helgi S. Jónsson sýnir lífgun úr dauðadái með þeim afleiðingum að ekki rennur af tilraunabrúðunni í viku á eftir. Þessir snillingar og margir fleiri fara á kostum í þessari sprenghlægilegu bók.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – magnað fjör
Útgáfuár: 2006
Meiriháttar brandarar fyrir allan aldur.
Uppseld.
Amen (eftir efninu)
Útgáfuár: 2005
Lesið reynslusögur prestanna Agnesar M. Sigurðardóttur, Guðmundar Karls Brynjarssonar, Þórs Haukssonar, Gunnars Björnssonar, Cecils Haraldssonar, Birgis Ásgeirssonar og hvernig séra Vigfús Þór bjargaði skíðalandsmótinu – og þó ekki. Hjálmar Jónsson baunar á Pálma Matt. og Sigurður Ægisson fer víða. Og goðsagnirnar lifa, Baldur Vilhelmsson og Bjarni Jónsson.
Uppseld.
Því ekki að brosa
Útgáfuár: 2005
Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur á Akureyri, dregur fram skemmtilegar stundir ævi sinnar og þær eru svo sannarlega broslegar.
Uppseld.
Hve glöð er vor æska
Útgáfuár: 2004
Gullkornin sem ættuð eru frá börnum eru ótalmörg og bráðskemmtileg. Í þessari bók er að finna fjölmörg slík og eru mörg þeirra úr leikskólakerfinu þar sem einlægnin er ósvikin. Dásamleg bók um börnin okkar.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – ógeðslega fyndnir
Útgáfuár: 2004
Skellihlátur frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu.
Uppseld.
Austfirsk skemmtiljóð
Útgáfuár: 2003
Gaman- og kersknisbragir og hnyttnar vísur eftir austfirska hagyrðinga. Bók sem kemur fólki í gott skap.
Uppseld.
Heimskupör og trúgirni
Útgáfuár: 2003
Ótrúlegu mistök, trúgirni og klúður Íslendinga og annarra jarðarbúa er viðfangsefni þessarar bráðslemmtilegu bókar.
Uppseld.