Fimmaurabrandarar 2
Útgáfuár: 2020
Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum?
Laddi er – án gríns – ekkert fyndinn.
Ég keypti klósettbursta fyrir viku síðan … en er nú búinn að skipta aftur yfir í klósettpappír.
Ég var á leiðinni í búðina, svo konan bað mig um að setja tómatsósu á innkaupalistann … og nú get ég ekki lesið neitt á honum,.
Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý!
Í hvers konar fötum gengur starfsfólk Sorpu? Í ruslafötum.
Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem gleður hvert einasta mannshjarta.
Leiðbeinandi verð: 2.380-.
„Hann hefur engu gleymt – nema textunum! Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum
Útgáfuár: 2019
Björgvin Halldórsson vill ekki æfa Hamlet. SúEllen spilar lag fyrir Sjálfstæðismenn. Guðmundi Svafarssyni í Ljótu hálfvitunum líkar ekki súrmjólkin í Ólafsvík. Pétur Kristjánsson rótar eins og óður maður. Allt hverfur í reyk hjá Greifunum. Óskar Álftagerðisbróðir kannar lagerstöðuna á elliheimili. Skriðjöklarnir komast óvænt í úrslit í hljómsveitakeppni. Rúnni Júll „tekur æði“. Rúnar Georgs kveikir í Havana-vindli. Jón Gnarr spilar á Fner. Vopnfirska trommarann, Jón Sigurjónsson, langar í Bjarna frá Vogi. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson var með „líf í krukku“. Árni Johnsen er með rándýran gítar. Óðinn Valdimarsson syngur fyrir móður sína. Ingimar Eydal á von á Bing Crosby. Raggi Bjarna vill eitthvað smærra og hver skyldi svo sjá um trommuleikinn í Can´t Walk Away – án þess að hafa hugmynd um það?
Leiðbeinandi verð: 3.880-.
„Það eru ekki svellin.“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri
Útgáfuár: 2019
Kristján á Jökulsá lætur sannleikann ekki eyðileggja góða sögu. Sveinbjörn á Dallandsparti sólbrennur á annarri kinninni. Magnús í Höfn stingur upp í atvinnuráðgjafa. Gömlum frænda Steins Ármanns er gefið Viagra á elliheimilinu. Jóa í Geitavík vantar hundraðkall. Sveinn á Hóli getur alveg legið á beru gólfinu, en þó með einu skilyrði. Magnús í Hátúni asnaðist til að giftast. Flöskurnar úr Brúnavík vekja ekki athygli póstmeistarans. Séra Ingvar á Desjarmýri spyr um ræturnar. Traktorar fara sínar eigin leiðir. Það brennur á Hofströnd. Magnús á Ósi fer hamförum í slökkvistarfi. Ennfremur láta Laugi vitavörður, Hákarla-Fúsi, Eiki Gunnþórs, Baui, Sigurður Ó. Pálsson, Óli Alla, Andrés á Gilsárvelli, Sigurður Árnesingur, Helgi Hlynur og Magni söngvari að sér kveða, að ógleymdum bræðrunum frá Hvannstóði, þeim Kalla, Bjarna, Jóni og Skúla Sveinssonum, en bókin er tileinkuð minningu hins síðastnefnda.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
105 „sannar“ Þingeyskar lygasögur
Útgáfuár: 2019
Skólameistari og skítakamar á fjöllum. Texarinn og fótstóri Færeyingurinn. Ótímabær þvagrásarstöðvun í tvígang. Kalli rauði og konan úthverf. Rauður miði á hjólbörur Jóda. Migið undir mánaskini. Með Gáttaþef í hjartanu. Sveitarstjóri eins og pardusdýr á prózak í markinu. Um tilurð Johnny King. Dulbúið Ákavíti frá
Danmörku til Húsavíkur. Þegar Stalín var skotinn á Húsavík. Vottunum varð ekki um sel á Hafralæk. Listin að gera ekki neitt. Bjarni á Mánárbakka og konunglega mýsugan. Þegar Stebbi Smoll gerði Jóa mink illan grikk. Lærbrotnir kommar innan
girðingar. Jósteinn, hestasteinn og hrossaskítur. Verjur á Mývatni. Draumadauðdagi
hestamannsins. Snúlli og áramótakarfinn. Haraldur Gísla og Kraftidjót Corporation.
Og fleira og fleira.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Fimmaurabrandarar
Útgáfuár: 2019
Í nokkur ár hefur Fimmaurabrandarafjelagið haldið úti fésbókarsíðu þar sem finna má marga bráðsmellna brandara – fimmaurabrandara að sjálfsögðu. Í þessa bók hafa verið valdir nokkrir af þeim bestu og vafalítið kitla þeir margir hverjir hláturtaugar lesenda. Hér er nokkur dæmi um innihaldið;
„Af hverju eru Reynir og Danni orðnir svona litlir?“
„Þeir skruppu saman í bíó.“
*
Ef fjórir af hverjum fimm þjást af niðurgangi þá hlýtur sá fimmti að njóta hans.
*
Steig á vigtina áðan og sá að ég þarf nauðsynlega að láta klippa mig.
*
Hvernig veiðir maður flugfisk?
Nú, í loftnet.
En á hvað veiðir maður saltfisk?
Á saltstöng.
*
Ég fór í mjög skemmtilega ferð til Gdansk í fyrra. Nú er að velta fyrir mér hvort það gæti ekki verið gaman skreppa til Gnorsk eða Gsvensk í ár.
————–
Leiðbeinandi verð: 2.180-.
„Ekki misskilja mig vitlaust!“ – Mismæli og ambögur.
Útgáfuár: 2018
Í þessari bráðsmellnu bók fara fjölmargir á kostum og „tala tæpitungulaust“.
Guðbjartur Jónsson, lengi Vagnstjóri á Flateyri, fullyrðir að „margt smátt geri eitt lítið“. Lási kokkur hefur „vaðið fyrir ofan sig“. Heimir Már Pétursson segir grafalvarlegur á skjánum að „heilbrigðisráðherra hafi tekið ákvörðunina að höfðu samræði við lækna“. Hörður Magnússon staðhæfir það í knattspyrnulýsingu að það sé „heldur betur að færast kraftur í aukana“ og kollegi hans, Guðjón Guðmundsson, segir okkur frá kókópuffs-kynslóðinni sem „hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“.
Athafnamaðurinn Eyþór í Lindu fullyrðir að „ekki séu allir peningar til fjár“. Jóhann Hlíðar Harðarson segir alþjóð það í gegnum Ríkisútvarpið að „ölvun og áfengi fari ekki saman“ og Ingófur Bjarni Sigfússon flytur frétt sem á „einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri“.
Sigmundur Ernir Rúnarsson minnir á „ellefu fréttirnar sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30“. Gugga Reynis gistir á „Inniday Hall“. Sveinn Snorri Sighvatsson gefur hlustendum Bylgjunnar það heilræði að „hafa ljósin spennt og kveikt á beltunum“. Pétur Blöndal segir konurnar á aðalfundi Seðlabankans „fara minnkandi“ og Lalli Johns telur að það sé „víða slæmur sauður í misjöfnu fé“.
Ína af Ströndum vill vera „dauð fluga á vegg“. Markús Þórhallsson biður sjálfstæðisfólk að kjósa Röggu Gísla og Inga á Eyri segir hraðbát sonar síns vera með „utanlandsmótor“.
Svo er það drottning mismælanna, Vigdís Hauksdóttir, sem vill leiðrétta „rangsannindi“ Steingríms Joð og ætlar ekki að „stinga höfðinu í steininn“.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Laggó! Gamansögur af íslenskum sjómönnum
Útgáfuár: 2018
Í þessari bók er talað tæpitungulaust og jafnt tenntir sem tannlausir fara hér á kostum.
Lási kokkur „hefur vaðið fyrir ofan sig“. Ingvi Mór heldur ekki framhjá. Siggi Nobb mokar kolum í myrkri og Gísli Bergs biður um samband við sjálfan sig. Oddur spekingur hagræðir sannleikanum og Ingvi Árnason eldist hægt. Þórhallur Þorvaldsson er í sumarfríi og Guðni Ölversson borgar ekki leigubílinn. Ása í Bæ bráðvantar tennur og Jón Berg Halldórsson hrekkir sem aldrei fyrr. Guðmundur Halldórsson tekur hótun Árna Matt illa og Sigurður Björgvinsson er í félagi sem allt drepur. Sveinn Hjörleifsson er „næstum því alveg bláedrú“ og enskan vefst ekki fyrir Reyðfirðingnum Jónasi Jónssyni á Gunnari. Skipverjar á Drangey þurfa að bíða eftir því að stilliskrúfa gangi niður af Valla Jóns og Valborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, lýsir óþarflega frjálslega aktívíteti áhafnarmeðlima skonnortunnar Hildar. Svo fer Túlli með son til sjós og heldur um það dagbók. Sá var ekki efni í sjómann, en hins vegar rættist heldur betur úr honum á öðrum vettvangi og hefur hann skemmt okkur í mörg ár. Hver var pilturinn?
Hér koma líka við sögu: Gvendur Eyja, Jóngeir Eyrbekk, Tannhvala-Jón, Bjarni Þórðarson, Helgi á Mel í Norðfirði og Bassi, sonur hans, bræðurnir Ragnar og Gunnar Helgasynir á Siglufirði, Alfreð Steinar Rafnsson, Sævar Benónýsson, Magnús Grímsson og Bensa sailor. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga á stokk í þessari bráðskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 3.890-.
Hérasprettir
Útgáfuár: 2017
Héraðsmenn hafa átt góða spretti í orðum og athöfnum gegnum tíðina eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Hér er sagt frá sérkennilegum uppákomum og ógleymanlegum tilsvörum, og aðalpersónur sagnanna eru Héraðsmenn lífs og liðnir. Í bókinni birtist einnig fjöldi vísna og kvæða af léttara taginu.
Meðal efnis:
Þráinn Jónsson selur fæðubótarefni, Ólafur á Birnufelli kynnist sardínum (borðar sardínur), meðhjálparinn í Áskirkju byrjar á öfugum enda, Spila-Bjarni tekur slag við sjálfan sig, Páll á Hallormsstað stríðir við dyntótt veðurfar, Jói Þrándur finnur stað fyrir kóngulærnar, Einar á Fljótsbakka fær sólina á móti sér, Bensi í Merki drepur í sér náttúruna, Fellamenn veiða steinbít í Lagarfljóti, og Pétur á Egilsstöðum lýsir ótrúlegri veðurblíðu á bökkum Lagarfljóts.
Hákon Aðalsteinsson er grunaður um skattsvik og grípur til vopna. (leysir vandamál tengd skattframtalinu með því að yrkja kvæði), Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum ákveður að aka gætilega, Jónas á Heimaseli áformar að kveða niður draug með óvenjulegum hætti (hyggst kenna alræmdum kvendraug mannasiði) (grípa til óvenjulegra aðgerða gagnvart draug sem drap fyrir honum hrút), Stebbi á Brú hlakkar til bolludagsins og Frissi í Skóghlíð fer til að kaupa kvartett (lendir í ótrúlega svartri þoku). Er þá fátt eitt talið af því sem hér ber á góma.
Og svo er spurt: Er Breiðavað næsti bær við helvíti?
Leiðbeinandi verð: 3.890-.
Bestu barnabrandararnir – heimsklassa grín
Útgáfuár: 2017
Besti barnabrandara-bókaflokkurinn hefur í liðlega tvo áratugi kætt jafnt unga sem eldri og enginn verður svikinn af nýjustu afurðinni úr þeim flokki, svo mikið er víst. Hlátur og aftur hlátur, þú verður að lesa þessa!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum
Útgáfuár: 2017
Hér tala menn tæpitungulaust og eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir. Við sögu koma meðal annars Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, Ingvar Viktorsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Hvati á Stöðinni, séra Hjálmar Jónsson, Ingvi Mór, Smelli, Slabbi djó, Doddi hestur, Guðjón Gíslason í Sandgerði, og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.