Óli Gränz

Útgáfuár: 2025

Óli Gränz er Eyjapeyi, fæddur á stríðsárunum. Hann bragðaði snemma á alvöru lífsins þegar faðir hans veiktist og hann þurfti að axla framfærslu heimilisins ásamt móður sinni.

Óli og vinur hans Hja´lmar Guðnason, Hjalli, voru þeir fyrstu sem urðu vitni að upphafi Heimaeyjargossins, en í því missti Óli aleigu sína og horfði hann til að mynda í sjónvarpinu á þegar húsið hans brann til grunna, þá kominn upp á fastalandið, eins og fjölmargir sveitungar hans.

Einkalíf og ástarlíf Óla var stundum umtalað í Eyjum og einhver komst svo að orði að hann ætti „sjö börn með átta konum“! Hið rétta er hins vegar að hann eignaðist sjö börn á átta árum með fjórum konum.

Hér segir Óli frá mörgu, sem á daga hans hefur drifið, á sinn hispurslausa og skemmtilega hátt. Gleðin hefur alltaf haft yfirhöndina í lífi hans þó svo að vissulega hafi á köflum gefið hressilega á bátinn.

Leiðbeinandi verð: 8.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Vestmannaeyjar

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is