Suðurnesjamenn

Útgáfuár: 2002

sudurnesjamennHér láta þau gamminn geisa: Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður, alþingismennirnir Sigríður Jóhannesdóttir og Hjálmar Árnason, Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði. Ennfremur fá lesendur að kynnast Jay D. Lane, sigmanni hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem vann einstakt björgunarafrek við Svörtuloft á Snæfellsnesi í fyrra. Hver er hann þessi hugaði en hógværi Bandaríkjamaður sem tekið hefur ástfóstri við Ísland? Suðurnesjamenn – hrífandi bók, sneisafull af fróðlegum frásögnum, hnyttnum og sorglegum, sem koma við sálartetrið í okkur öllum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Of stór fyrir Ísland

Útgáfuár: 2001

of_stor_fyrir_islandEnginn Íslendingur hefur lifað jafn sérkennilegu lífi og Jóhann Pétursson, hæsti maður veraldar. Hér segir frá ævintýralegum lífsferli hans; barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þegar Íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Jóhann eignaðist dóttur sem hann sagði þó aldrei neinum frá. Hér er leyndardómsfullri hulunni svipt af þessari dóttur og samskiptum feðginanna. Of stór fyrir Ísland er einstök ævisaga, snilldarvel skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi sem síðastliðið ár var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýralegri ævi Jóhanns prýða bókina.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Nærmynd af Nóbelsskáldi

Útgáfuár: 2000

naermynd_af_nobelsskaldiHver var Halldór Kiljan Laxness í raun og veru? Maðurinn á bak við skáldið? Hér segja samtíðarmenn hans, bæði ættingjar og aðrir sem til hans þekktu, frá því hvernig hann kom þeim fyrir sjónir.  Sannarlega áhrifamikil og persónuleg bók um einstæðan mann.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Dagbók Anne Frank

Útgáfuár: 1999

dagbok_afDagbók Anne Frank kemur nú í fyrsta skipti út óritskoðuð á Íslandi.  Allir kaflarnir, sem faðir Anne kaus að sleppa í fyrri útgáfum, eru hér með.  Fyrir vikið verður til einstæð og sönn þroskasaga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, stríði unglingsins við foreldra sína, sérstaklega móðurina, og vaxandi einsemd táningsins í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar.

Að Biblíunni undanskilinni hefur engin bók selst í fleiri eintökum en Dagbók Anne Frank.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Stríð

Af föngum og frjálsum mönnum

Útgáfuár: 1999

af_fongum_og_frjalsum_monnumEndurminningar séra Jóns Bjarman er óvenjuleg ævisaga og ein sú eftirminnilegasta sem hér hefur komið út.  Sennilega hefur enginn íslenskur prestur átt jafn fjölbreytta starfsævi og hann.  Í starfi sínu hefur hann gengið með glöðum, en einnig þurft að horfast í augu við sárustu þjáningar sem mannssálin getur liðið.

Séra Jón var fyrsti fangapresturinn hér á landi og á meðal brautryðjenda í starfi presta á sjúkrahúsum.  Hér greinir hann frá þessu í bók sem í senn er hrífandi og nöturleg.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Þeir vörðuðu veginn

Útgáfuár: 1996

their_vordudu_veginnHér segir af þremur einstaklingum er settu svip sinn með einum eða öðrum hætti á Akureyri á síðari hluta 20. aldarinnar.  Þeir eru: Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til margra ára, Ingimar Eydal, tónlistarmaður og kennari, og Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is