Þorpsskáldið Jón úr Vör
Útgáfuár: 2005
Jón úr Vör rekur hér lífshlaup sitt. Hann vex upp í allsleysi í þorpinu sínu fyrir vestan, flyst síðan suður og öðlast frægð þegar ljóð hans eru þýdd á erlenda tungu og fær að lokum sess meðal heiðurslistamanna
þjóðarinnar. Löngu tímabær bók.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Því ekki að brosa
Útgáfuár: 2005
Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur á Akureyri, dregur fram skemmtilegar stundir ævi sinnar og þær eru svo sannarlega broslegar.
Uppseld.
Alexander mikli – sonur guðanna
Útgáfuár: 2004
Alexander mikli er mesti herkonungur sem uppi hefur verið. Þó varð hann ekki nema 32 ára en náði að leggja undir sig hálfan heiminn. Hér er saga hans sögð á einstæðan hátt í máli og myndum. Stórfróðleg og einkar falleg bók.
Uppseld.
Kurt Cobain: Ævisaga
Útgáfuár: 2004
Kurt Cobain og Nirvana eru goðsögn. Cross byggir þessa ævisögu Cobain á meira en 400 viðtölum, dagbókum Cobains og fjölda annarra heimilda. KURT COBAIN, ævisaga, er sögð „ … hin endanlega ævisaga Kurt Cobain.“ Entertainment Weekly skrifaði um bókina: „Stórkostleg ævisaga.“
Uppseld.
Kaktusblómið og nóttin
Útgáfuár: 2004
Jóhann Sigurjónsson var stórskáld. Sorgleg örlög Jóhanns hafa sveipað minningu hans blæ goðsagnar.
Hér er dregin upp áhrifamikil mynd af frægasta leikritaskáldi Íslendinga fyrr og síðar. Jón Viðar hefur víða leitað fanga og varpar nýju ljósi á ástir og líf Jóhanns. Loksins er hulunni svift af skáldinu sem hefur svo lengi lifað á mörkum draums og veruleika í íslensku þjóðarsálinni.
Uppseld.
Dr. Valtýr
Útgáfuár: 2004
Maðurinn á bak við söguna. Hver var Valtýr Guðmundsson? Af hverju er hann kallaður höfundur heimastjórnarinnar fremur en Hannes Hafstein? Þessu svarar Jón Þ. Þór í þessari einkar vel sömdu ævisögu Valtýs. Loksins hefur tekist að skýra stjórnmál á Íslandi í kringum 1900 svo skiljanleg verði. Tímamótaverk.
Uppseld.
Forsætisráðherrar Íslands
Útgáfuár: 2004
Styrmir Gunnarsson segir í grein sinni um Davíð Oddsson að úr því sem komið var hefði forseti Íslands gripið fyrsta tækifærið til beita neitunarvaldi; að það voru fjölmiðlögin var tilviljun, segir Styrmir. Fjallað er um alla 24 ráðherra og forsætisráðherra Íslands, byrjað á Hannesi Hafstein og endað á Davíð Oddssyni. Forsætisráðherrar Íslands er ómissandi bók öllum Íslendingum.
Uppseld.
Dagbók frá Dubaí
Útgáfuár: 2003
Í sumar var Flosi Arnórsson stýrimaður hnepptur í fangelsi í Dubaí fyrir að flytja með sér skotvopn frá Íslandi. Hann hefur verið fáorður um dvölina í arabísku fangelsi en núna segir hann söguna alla sem er í senn ótrúleg og ævintýraleg. Dagbók frá Dubaí varpar einkar athyglisverðu ljósi á samfélag Araba og múslíma.
Uppseld.
Lífsþorsti og leyndar ástir
Útgáfuár: 2003
Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsens og nokkurra samferðamanna.
Höfundur: Kristmundur Bjarnason.
Fullt verð: 4480 kr. með vsk.
Uppseld
Guðmundur Finnbogason
Útgáfuár: 2002
Í þessari bók er m.a. fróðlegt viðtal Valtýs Stefánssonar við Guðmund sjötugan, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og ævistarfi og lokakafli kunnrar bókar Guðmundar um land og þjóð. Efni sem á erindi við íslenska lesendur, nú sem fyrr.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Uppseld