Galar hann enn! Gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum
Útgáfuár: 2010
Smári Geirs ekur í loftköstum, Gummi Bjarna fer til rjúpna og Steinunn Þorsteinsdóttir skilur ekkert í öllum þessum rjómatertum. Einar Þorvaldsson ætlar að skrifa aftan á víxil, Bjarni Þórðar fer í megrun og Bjarki Þórlindsson gerir við miðstöðina hjá Daníel lækni. Stella Steinþórs fer bara úr annarri skálminni, samherjar Rikka Haralds þurfa að dekka hann stíft og Jón Lundi og séra Árni Sigurðsson takast á. Smelli tekur út úr sér góminn, Daddi Herberts kemst í sjónvarpið, Guðrún Árnadóttir vonast eftir tekjuaukningu hjá Félagi eldri borgara og sprelligosarnir í Súellen senda kort. Er þá fátt upp talið í þessari bráðskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 2.680-.
Uppseld.
Samstarf á Austurlandi
Útgáfuár: 2010
Í fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006. Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.
Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti. Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.