Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár

Brot úr byggðarsögur-kapa

Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.

Leiðbeinandi verð: 8.980-.

Útgáfuár: 2013
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Bækur, Íslenskur fróðleikur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is