
Nýjasta útgáfa Hóla
Dauðinn í Dumbshafi – kilja
Þá er hin vinsæla bók, Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, komin í kilju. Hún hefur vægast sagt fengið frábæra dóma og er skemmst að minnast umsagnar Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Páls Baldvins Baldvinssonar og Egils Helgasonar um bókina í Kiljunni sl. janúar.
Hvað efnisþætti bókarinnar varðar þá er vísað til kaflans hér að neðan.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2012Handknattleikssagan
Með vorinu kemur út mikið glæsiverk, Handknattleiksbókin, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þar er rakin er saga handknattleiksíþróttarinnar á Íslandi allt frá því að hún nam hér land upp úr 1920 og fram til ársins 2011. Fjallað er um alla þætti þessarar óformlegu þjóðaríþróttar okkar enda af nógu að taka í litríkri sögu hennar. Fyrirferðarmestu kaflar bókarinnar fjalla um Íslandsmótið í handknattleik og um landsleiki sem Íslendingar hafa leikið frá fyrstu tíð.
Í kaflanum um Íslandsmótið er sagt frá mótum karla og kvenna, inni og úti, frá því það var fyrst haldið í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu árið 1940. Greint er frá gangi mála í mótinu frá ári til árs og sagt frá eftirminnilegum leikjum og leikmönnum. Einkum er fjallað um efstu deild en einnig sagt frá keppni í öðrum deildum.
Í kaflanum um landsleikina er sagan rakin frá því að Íslendingar léku fyrst landsleik árið 1950. Fjallað er um leikina frá ári til árs, greint frá öllum leikjum karla og kvenna svo og ungmennaliða þegar þeim tókst best til. Staldrað er sérstaklega við mót, svo sem EM, HM og Ólympíuleika og sagt frá eftirminnilegum atburðum einstakra leikja.
Handknattleiksbókin verður í tveimur bindum, alls á níunda hundrað blaðsíður. Fjöldi mynda prýðir þetta mikla verk og hafa margar þeirra ekki birst á opinberum vettvangi.
Þeir sem vilja tryggja sér Handknattleiksbókina í áskrift (á 16.900 í stað 19.000 – og skipta má greiðslunum í allt að átta hluta án aukakostnaðar) og það á kynningarverði er bent að hafa samband við Ólaf Hrólfsson í s. 861-9407 eða senda honum póst í netfang olibok@simnet.is
Mánudagur 2. apríl 2012Dauðinn í Dumbshafi-kilja
Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, gerir það ekki endasleppt og hafa frábærir dómar og glæsilegt innslag í Kiljunni sitt að segja. Nú er harðspjaldaútgáfan uppseld og því er bókin væntanleg í kilju í næsta mánuði.
Þriðjudagur 13. mars 2012Á tímum nauðsynlegrar hreyfingar!
Læknirinn minn sagði mér að byrja á líkamsræktaræfingum – smátt og smátt. Átakið hjá mér hófst í dag, þá keyrði ég framhjá búð sem selur íþróttafatnað.
Þriðjudagur 6. mars 2012Einn góður!
Unga fallega kennslukonan hafði áhyggjur af 11 ára nemanda sínum. Hún dró hann afsíðis einn daginn og sagði við hann:
„Viktor minn, ég hef tekið eftir því að þér gengur illa í skólanum þessa dagana. Viltu segja mér hvað amar að þér?“
„Ég á svo erfitt með að einbeita mér,“ svaraði Viktor. „Ég er ástfanginn.“
„Er það virkilega?“ sagði kennslukonan og reyndi að fela bros. „Hver er sú heppna?“
„Þú,“ var svarið.
„Já, en Viktor,“ kallaði kennslukonan upp yfir sig, ánægð en breytti ekki um svip. „Auðvitað langar mig að eignast eiginmann einhvern daginn en ég hafði ekki hugsað mér barn.“
„Hafðu ekki áhyggjur,“ sagði Viktor. „Mig langar heldur ekki í barn strax.“
Föstudagur 2. mars 2012Einn léttur!
Stundum þegar þú grætur sér engin tár þín.
Stundum þegar þú hefur áhyggjur tekur enginn eftir vanlíðan þinni.
Stundum þegar þú ert að springa úr hamingju sér þig enginn brosa.
En ef þú prumpar …
Fimmtudagur 23. febrúar 2012Bókamarkaðurinn
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í Perlunni á morgun, föstudaginn 25. febrúar, og verður á fullu dampi alveg fram yfir þriðju helgi héðan í frá. Þarna er hægt að gera feikilega góð kaup, m.a. eru bækurnar frá Hólum á mjög góðu verði. Einnig Fótboltaspilið.
Fimmtudagur 23. febrúar 2012Dauðinn í Dumbshafi á Kiljunni
DAUÐINN Í DUMBSHAFI var til umfjöllunar í Kiljunni í gær og fóru Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson mjög lofsamlegum orðum um bókina sem þess utan hefur fengið frábærar viðtökur og rokseldist fyrir jólin. Þeir sem vilja hlusta á umfjöllunina á Kiljunni geta farið á þessa slóð: http://www.youtube.com/watch?v=3mkb4pqxPgo
Fimmtudagur 26. janúar 2012Gleðileg jól
Ágæta bókafólk og aðrir landsmenn.
Bókaútgáfan Hólar þakkar fyrir frábærar viðtökur á bókum sínum þessi jólin og óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Læt svo fylgja með smáskop úr Bylgjufréttunum í dag:
-Almannavarnir vara við veðurspá Veðurstofunnar….
Lifið heil,
Guðjón Ingi
Föstudagur 23. desember 2011Hólabækurnar renna út
Það er gaman að segja frá því að bækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum renna út þessa dagana. Nýjasta afkvæmið, Dauðinn í Dumbshafi, selst grimmt og 1. prentun er uppseld (2. prentun á leiðinni). Skagfirskar skemmtisögur stoppa ekki og 3. prentun af þeirri bráðsmellnu bók er væntanlegt eftir helgina. Af Elfríði er 2. prentun á leið í búðirnar og þá er 3. prentun af Sigurði dýralækni skammt undan. Þessar bækur eru í gríðarmikilli sölu og einnig Á afskekktum stað, Fjör og manndómur og Svarfaðardalsfjöll. Þá hefur Fótboltaspilið tekið mikinn kipp að undanförnu.
Já, bækurnar frá Hólum sem og Fótboltaspilið eru að slá í gegn.
Föstudagur 9. desember 2011