Nýjasta útgáfa Hóla
Magnús Þór áritar
Magnús Þór Hafsteinsson fór að sjálfsögðu á kostum í útgáfuteitinu sem haldið var í Eymundsson í Austurstræti í tilefni af útkomu bókar hans, Vargöld á vígaslóð; sagði þar frá köflunum, las upp kaflabrot og áritaði síðan fyrir þá sem vildu nýta sér tilboðsverð bókarinnar – og þeir voru þó nokkrir!
Útgáfuteiti
Föstudaginn 27. október verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson, Austurstræti, frá klukkan 17 til 19, vegna útgáfu bókarinnar, Vargöld á vígaslóð, eftir metsöluhöfundinn Magnús Þór Hafsteinsson. Þar verður bókin seld á tilboðsverði og síðasta bók höfundarins, Tarfurinn frá Skalpaflóa, fylgir ókeypis með á meðan birgðir endast (70 stk.). Láttu sjá þig!
Mánudagur 23. október 2017Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni
Ísland var eitt mikilvægasta vígi bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var tvísýnust 1940–1942. Hér eru sannar frásagnir sem ófust með einhverjum hætti saman við Ísland. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðsumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykllinn að því að þetta tókst.
Fyrsta sjóorrusta stríðsins átti sér stað undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað.
Mesti skipsskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands.
Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar með miklu manntjóni.
Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á æskuárum sínum.
Leiðbeinandi verð: 7.680-.
Útgáfuár: 2017Anna – Eins og ég er
Þessi bók, ANNA – EINS OG ÉG ER var að detta í hús í dag. Þetta er ævisaga Önnu K. Kristjánsdóttur, skrifuð af Guðríði Haraldsdóttur, sem eru hér að taka á móti fyrstu eintökunum af þessari mögnuðu bók sem vafalaust margir eiga eftir að lesa. Bókin verður send í búðir á mánudaginn.
Anna – Eins og ég er
Frá blautu barnsbeini vissi Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur að hún hefði fæðst í röngum líkama. Hún ólst upp í Höfðaborginni en varði stórum hluta æskunnar á barnaheimilum. Ung að árum ákvað hún að berjast gegn erfiðum tilfinningum sínum og gerast sjómaður en sjómennskan var nánast herskylda í fjölskyldu hennar. Hún stóð við það; fór á sjóinn, settist síðar í Vélskólann, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Anna lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að berjast fyrir tilveru sinni sem kona. Saga hennar er ekki einungis forvitnileg, heldur einnig mikilvæg heimild um viðburðaríka tíma og ævi.
Leiðbeinandi verð: 7.280-.
Útgáfuár: 2017Hvolpasögur
H
Hvolpar fara á kostum í þessari hugljúfu bók. Ýmislegt óvænt og skemmtilegt gerist í þessum sögum. Allir heilla hvolparnir okkur — hver á sinn hátt. Þá er hér sönn saga af Tígli, litlum hundi með stórt hjarta, en hann vann sér það til frægðar að koma smáfugli til bjargar og fóru fréttir af því víða.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Útgáfuár: 2017Leitið og finnið
Hér eru bráðskemmtilegar þrautir af ýmsu tagi sem allar eiga það sameiginlegt að reyna á athygli þess sem skoðar; sumar þeirra eru léttar, aðrar erfiðari, en hver og ein er þroskandi. Þetta er bók sem öll börn hafa bæðí gagn og gaman af.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Útgáfuár: 2017Fótboltaspurningar 2017
Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?
Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2017Góðar gátur
Hvað er það sem slær nott sem nýtan dag en slær þó engan til óbóta? Hver hefur 21 auga en hvorki nef né munn? Hver eru grimmustu farartækin? Hvað dregur músin engu síður en fíllinn?
Í þessari skemmtilegu gátubók kennir ýmissa grasa og eru gáturnar bæði léttar og erfiðar og svo auðvitað allt þar á milli.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2017Bestu barnabrandararnir – heimsklassa grín
Besti barnabrandara-bókaflokkurinn hefur í liðlega tvo áratugi kætt jafnt unga sem eldri og enginn verður svikinn af nýjustu afurðinni úr þeim flokki, svo mikið er víst. Hlátur og aftur hlátur, þú verður að lesa þessa!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Útgáfuár: 2017