
Nýjasta útgáfa Hóla
Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum
Hér tala menn tæpitungulaust og eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir. Við sögu koma meðal annars Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, Ingvar Viktorsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Hvati á Stöðinni, séra Hjálmar Jónsson, Ingvi Mór, Smelli, Slabbi djó, Doddi hestur, Guðjón Gíslason í Sandgerði, og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2017Mannslíf í húfi II
Á mörkunum
Á mörkunum, eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal, hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum hans hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar var 24. maí næstkomandi, en þann dag varð Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2017Örnólfur látinn
Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor MH og fræðimaður í þess orðs víðasta skilningi, lést í gær á áttugasta og sjötta aldursári. Leiðir hans og Bókaútgáfunnar Hóla lágu fyrst saman fyrir liðlega áratug þegar útgáfan gaf út afmælisrit hans, Örnólfsbók. Síðar skrifaði hann tvær merkar bækur sem Hólar gáfu einnig út, Kafbátasagan og Flugsaga. Báðar eru þær afar vel unnar, eins og höfundarins var von og vísa; afskaplega fræðandi en líka skemmtilegar, enda átti hann auðvelt með að koma orðum að því sem hann tók sér fyrir hendur, svo allt varð ljóslifandi fyrir þeim sem las.
Örnólfur var mikill húmoristi og óspar á að deila gamansögum með öðrum. Í einni gamansagnabók Hóla eru einmitt skopsögur ættaðar frá honum, en margar fleiri urðu sögurnar sem hann sagði mér og hver annarri betri.
Að leiðarlokum vil ég þakka Örnólfi fyrir gott og ánægjulegt samstarf.
Guðjón Ingi Eiríksson
Mánudagur 6. febrúar 2017Jólakveðja
Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakkar stórgóðar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu. Munum eftir þeim sem minna eiga, það gerir öllum gott að lesa kaflann um Gústa guðsmann, sem sagt er frá í hinni frábæru endurminningabók séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, Vilji er allt sem þarf, en hann vann þrekvirki í þágu lítilmagnans og lesningin um það er svo sannarlega mannbætandi.
Fimmtudagur 22. desember 2016Leynilíf gæludýra
Stútfull bók af skemmtiefni, leikjum og þrautum, en auk þess eru hér andlitsgrímur af Max, Chloe, Snjólfi og Gittu og því er auðveldlega hægt að bregða sér í gervi þeirra – og gera eitthvað skemmtilegt af sér. Tvímælalaust barnabókin í ár!
Leiðbeinandi verð: 3.380-.
Útgáfuár: 2016Einstakt barnabókatilboð!
Þú kaupir LEYNILÍF GÆLUDÝRA á kr. 3.280- og SKÓSVEINARNIR fylgja frítt með. Sendingargjald innifalið í verðinu. Þessar tvær bækur byggja á þekktum og vinsælum kvikmyndum og eru allt í senn; skemmtilegar, þroskandi og reyna á athyglina. Er þetta ekki eitthvað fyrir barnið þitt, barnabarnið, frænkuna eða frændann?
Þeir sem vilja þiggja tilboðið sendi póst á holar@holabok.is – þá verður sent til baka bankanúmer Bókaútgáfunnar Hóla og kennitala og þegar búið er að leggja inn á það (og senda staðfestingu á holar@holabok.is) verða bækurnar sendar.
Frábær ritdómur!
Eðalbókin, Skagfirskar skemmtisögur 5, fékk frábæran ritdómi í hjá Reyni Traustasyni í Stundinni. Fyrirsögnin var: „Drepfyndnar gamansögur“. Síðan segir m.a. um bókina: „Það leiðist engum lesturinn, hvar svo sem ræturnar liggja. Lesandinn engist á köflum sundur og saman af hlátri.“ Þá er bara að vona að sem flestir geti gripið í bókina.
Laugardagur 3. desember 2016Útgáfuteiti og Siglfirðingakvöld
Þann 24. nóvember síðastliðinn var haldið útgáfuteiti vegna bókarinnar Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. Fór það fram í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju og mættu þangað um 100 manns. Sama dag, eða öllu heldur þá um kvöldið, var haldið Siglfirðingakvöld og þar sagði séra Vigfús Þór frá bókinni „og fór á kostum“ eins og einn viðstaddra sagði. Fleiri bækur voru þar einnig kynntar en myndir frá „kvöldinu“ má sjá á þessari slóð: http://www.siglfirdingur.is/myndir-fra-siglfirdingakvoldi/
Laugardagur 26. nóvember 2016Útgáfuteiti þ. 24. nóvember 2016
Nýlega kom út bókin VILJI ER ALLT SEM ÞARF – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur skráð. Af því tilefni verður haldið útgáfuteiti í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00. Þar verður lesið úr bókinni og hún árituð, en einnig verður boðið upp á glæsileg tónlistaratriði: Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi munu syngja. Einsöngvarar eru „óperudrottningin“ Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson og kórstjórar þeir Hákon Leifsson og Hilmar Örn Agnarsson.
Ljúffengar veitingar verða í boði. Allir eru velkomnir.
Bókaútgáfan Hólar og ritnefnd bókarinnar
Laugardagur 19. nóvember 2016