Af heimaslóðum

nal-fors5Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld.  Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð.  Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.

Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010
Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Bækur, Sagnfræði

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is