Bændatal og byggðaröskun
Meginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000. Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.
Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009