Ævintýraför Stubbs og Stubbalínu í Stafalandið (lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu)
Í þessari bók dr. Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur, kennara og heyrnar- og talmeinafræðings, er kynnt lestrarkennsluaðferð sem leitast við að persónugera stafina og hljóðin og sveipa þannig innlögnina þeim ævintýrablæ sem höfðað gæti til barna. Stubbur og Stubbalína eru lítil kríli sem fundu stafabók, sem í þeirra augum var bara full af alls konar krassi og kroti sem þau skildu ekkert í. Þau fengu því þá snjöllu hugmynd að fara í Stafalandið þar sem allir stafirnir eiga heima og læra að þekkja þá og hljóðin þeirra svo þau gætu nú skilið hvað skrifað var í þessa ágætu stafabók þeirra. Í Stafalandinu hitta þau stafina einn af öðrum og fá að vita hvað þeir heita. Jafnframt fá þau að vita að hver stafur á sitt sérstaka hljóð sem oft líkist þeim hljóðum sem við sjálf gefum frá okkur undir ýmsum kringumstæðum. Þar má nefna hljóð eins og:
/ s / (S) sem við gefum frá okkur sem hvæshljóð þegar við erum reið.
/ eí / (EY, EI) sem í raun eru gleðihljóð og geta heyrst í skríkjum.
/ m / (M) sem við gefum frá okkur þegar okkur finnst eitthvað gott.
/ a / (A) sem við gefum frá okkur þegar við erum þreytt.
/ o / (O) sem við gefum frá okkur í óþolinmæðisköstum.
/aú / (Á), / oú / (Ó), / aí / (Æ) sem eru sársaukahljóðin.
Það er þekkt að við eigum auðveldara með að læra og festa í minni ef við getum fundið einhver tengsl milli þess sem við erum að læra og þess
sem við þegar þekkjum.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Útgáfuár: 2021